fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Hoppandi kona handtekin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 05:36

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu eftir miðnætti var lögreglunni tilkynnt um konu sem væri á gangi á miðri akbrautinni á Sæbraut og hoppaði í veg fyrir umferð. Konan vildi ekki fara að fyrirmælum lögreglunnar og var því handtekin og flutt á lögreglustöð. Hún reyndist vera ölvuð. Að loknum viðræðum fékk hún að fara heim og sagðist ætla að fara að sofa.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður handtekinn í Hlíðahverfi en hann er grunaður um vörslu/sölu fíkniefna og brot á vopna- og lyfjalögum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um hnupl úr verslun í miðborginni. Lögreglan hafði afskipti af manni sem er grunaður um að hafa stolið kjöti úr versluninni.

Á fjórða tímanum var tilkynnt um tilraun til innbrots í skartgripaverslun í Kópavogi. Tveir menn brutu rúðu í versluninni en náðu ekki að komast inn og urðu því að hverfa frá tómhentir. Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um innbrot í fataverslun í Bústaðahverfi, frekari upplýsingar liggja ekki fyrir.

Í Garðabæ voru rúður brotnar í strætóskýli í nótt.

Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt