fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Ólafur fagnar því að kærur á fyrrverandi samstarfsmenn hans hafi verið felldar niður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 20:52

Ólafur Helgi Kjatansson - Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrst og fremst fagna ég því að kærum á hendur fyrrverandi samstarfsmönnum mínum hafi verið hafnað og þær felldar niður. Ég fagna því sérstaklega,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, í stuttu spjalli við DV.

Ólafur var með réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum gagnaleka frá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Kæran snerist um að bréfi sem Ólafur skrifaði til dómsmálaráðuneytisins síðastliðið sumar hefði verið lekið til Fréttablaðsins. Tveir fyrrverandi samstarfsmenn Ólafs, þær Súsanna Fróðadóttir saksóknari og Hulda Oddsdóttir skjalastjóri, voru einnig með stöðu sakborninga í málinu.

Í bréfinu fór Ólafur þess meðal annars á leit að rannsókn yrði gerð á samtímis veikindaleyfi tveggja yfirmanna við embættið sem áttu í illdeilum við hann. Embættið var mikið í fréttum á síðasta ári vegna samstarfsörðugleika innan þess. Blandaði dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sér í málið og Ólafur var færður til í starfi. Hann hætti sem lögreglustjóri og var gerður að sérfræðingi í málefnum landamæragæslu hjá dómsmálaráðuneytinu.

Fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að rannsókn málsins hafi verið hætt og kærur felldar niður.

Segir engan leka hafa átt sér stað

„Hvað mig varðar þá er svo sem fátt að segja annað en það að ég taldi vera ljóst allan tímann að þær ásakanir væru ekki byggðar á neinum rökum,“ segir Ólafur enn fremur við blaðamann DV. „Í sjálfu sér er ekkert meira um það að segja hvaða mig varðar,“ bætir hann við og segist aðspurður engum gögnum hafa lekið til Fréttablaðsins.

DV spurði Ólaf hvernig honum líkaði nýja starfið og lætur hann vel af því. „Þetta [þ.e. landamæragæsla, innsk. DV] er eitt af mínum áhugamálum reyndar og svo sem fátt um það að segja frekar í bili. Það er margt um þau mál að segja og margt sem þarf að athuga í þessum málaflokki,“ sagði Ólafur en vildi ekki tjá sig meira um landamæragæslu í bili, sem hefur verið í brennidepli undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins.

„Það er ekkert sem hægt er að ræða í stuttu símtali inn í helgina,“ sagði Ólafur og kvaddi blaðamann í vinsemd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði