fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Fjórir handteknir í gær vegna morðsins í Rauðagerði – Samtals átta í haldi lögreglu

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 15:07

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær fjóra karlmenn vegna rannsóknar sinnar á morðinu í Rauðagerði síðastliðna helgi. Samtals eru því átta í haldi lögreglu. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu um málið. Þar segir jafnframt að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir þeim.

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen var handtekinn fljótlega eftir morðið seint á laugardagskvöld og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til fjögurra daga. Þrír voru svo handteknir í aðgerðum sérsveitar ríkislögreglustjóra og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt þriðjudags. Á meðal þeirra var Anton Kristinn Þórarinsson. Voru þeir úrskurðaðir í viku langt gæsluvarðhald seint í gærkvöldi.

DV hefur heimildir fyrir því að maðurinn sem fyrstur var úrskurðaður í gæsluvarðhald hafi verið handtekinn í íbúð sem Anton hafði til umráða og hafði séð erlendum mönnum sem voru á hans vegum hér á landi fyrir. Sú íbúð hefur verið innsigluð síðan um helgina.

Steinbergur Finnbogason, lögmaður Antons Kristins, sagði Anton saklausan af aðild að morðinu í fjölmiðlum í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast