fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

15 ára gamlir árásarmenn sluppu með skrekkinn í héraðsdómi

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 10:02

Spöngin í Grafarvogi. mynd/Einar Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn tveimur ungum karlmönnum fyrir líkamsárás var tekin fyrir í héraðsdómi um miðjan janúar. Dómur féll í málinu í síðustu viku en var nýlega birtur á heimasíðu dómstólanna.

Játuðu strákarnir tveir að hafa ráðist á annan mann í desember 2018 á bifreiðaverkstæði í verslunarkjarnanum Spönginni í Grafarvogi. Slógu strákarnir fórnarlamb sitt ítrekað í andlitið svo hann féll í jörðina og hófu þá að sparka ítrekað í líkama hans og höfuð. Hlaut fórnarlamb strákanna af árásinni marbletti á brjóstkassa og yfirborðssár á höfuð, andliti, olnboga og víðar um líkamann.

Sökum játningar var engin aðalmeðferð í málinu. Segir í dómnum að játningar mannanna sé nægjanlega studd sakargögnum og sé réttilega heimfærð á refsiákvæði í ákæru.

Þá segir í dómnum að strákarnir voru nýlega orðnir fimmtán ára gamlir þegar brotin voru framin. „Má álíta vegna æsku þeirra að full refsing sé ónauðsynleg eða skaðleg,“ skrifar dómarinn í niðurstöðu kafla dómsins. Ennfremur var óhóflegur dráttur á meðferð málsins óviðkomandi ákærðu og skýlaus játning drengjanna tekið með í reikninginn við ákvörðun refsingar.

Til refsiþyngingar var litið til þess að brotin voru framin í sameiningu og voru nokkuð gróf. Þá hafði annar drengjanna áður hlotið dóm fyrir alvarlega líkamsárás, þrátt fyrir ungan aldur. Var refsingu í því máli frestað skilorðsbundið til tveggja ára en þar sem árásin í Spönginni átti sér stað áður en sá dómur féll var ekki um brot á skilorði að ræða. Þess heldur var manninum gerð refsing fyrir bæði málin samtími í nýjum dómi. Hlaut sá drengur því 45 daga fangelsisdóm, skilorðsbundið til tveggja ára.

Refsingu hins drengsins var frestað í tvö ár, haldi drengurinn almennt skilorð.

Drengirnir, hvor í sínu lagi, þurfa þá jafnframt að greiða lögmönnum sínum 250 þúsund krónur í þóknun. Annar sakarkostnaður, 47 þúsund krónur, fellur á þá saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“