fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Skólabílstjóri sem sakaður var um kynferðislega áreitni tapar skaðabótamáli gegn Dalabyggð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. janúar 2021 12:55

mynd/ÓKÁ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi skólabílstjóri tapaði í gær skaðabótamáli gegn sveitarfélaginu Dalabyggð. Hann fór fram á skaðabætur á grundvelli þess að hann hefði misst starf sitt sem skólabílstjóri vegna ósannaðra ásakana um kynferðislega áreitni gegn unglingsstúlku. Álitið var að sveitarfélagið hefði gert rétt í því að láta börnin njóta vafans og hafna frekari samingum við vinnuveitanda mannsins um skólabílaakstur vegna áskananna.

Málið var fyrst höfðað með stefnu þann 12. nóvember árið 2019. Aðalmeðferð málsins var í desember 2020 og dómur er nú fallinn. Undir rekstri málsins var lagt fram bréf ríkissaksóknara um kæru á skólabílstjórann frá árinu 2013. Þar var hann sakaður um kynferðisbrot gegn ungri stúlku á árunum 2011 og 2012. Var hann meðal annars sakaður um káf og þukl á stúlkunni auk óviðeigandi kynferðislegs orðbragðs. Ríkissaksóknari taldi sannað að maðurinn hefði lagt hönd á læri stúlkunnar og strokið bak hennar niður að rassi en ekki væri nægilega margt komið fram í málinu til að ákæra manninn fyrir kynferðisbrot eða brot gegn barnaverndarlögum.

Þetta mál leiddi til þess að sveitarfélagið hafnaði tilboði vinnuveitanda bílstjórans um áframhaldandi skólaakstur. Ástæðurnar voru tilgreindar í bréfi frá Dalabyggð til verktakans. Maðurinn missti starf sitt hjá verktakanum í kjölfarið.

Skólabílstjórins krafðist skaðabóta annars vegar á grundvelli atvinnumissis vegna þessarar ákvörðunar og hins vegar vegna atlögu að æru sinni sem bréfið til vinnuveitandans hefði haft í för með sér, auk þess sem honum hefði ekki verið gefið tækifæri til að standa fyrir máli sínu og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Málið snertir dóttur sveitarstjórnarfulltrúa og gagnrýndi bílstjórinn harðlega að sveitarstjórnarfulltrúinn hefði ekki vikið sæti á fundinum þar sem þessi ákvörðun var tekin.

Fóru ekki fram á að maðurinn væri rekinn

Sveitarfélagið sagði rangt að maðurinn hefði ekki fengið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Það hefði verið gert á sameiginlegum fundi með honum og verktakanum. Þá hafi sveitarfélagið ekki gert kröfu um að maðurinn yrði rekinn, eingöngu að hann sinnti ekki skólabílaakstri fyrir sveitarfélagið. Þá hafnaði sveitarfélagið ásökunum mannsins um að móðir stúlkunnar, hafi beitt sér sérstaklega í málinu á fundinum sem hún sat sem sveitarstjórnarfulltúi þegar ákvörðunin var tekin.

Sveitarfélagið taldi ekki sannað að maðurinn hefði orðið fyrir tjóni vegna ákvörðunarinnar og menn hefðu verið í fullum rétti til að taka þessa ákvörðun. Sveitarfélagið segist hafa með tilmælum sínum ekki lagt mat á réttmæti ásakana gegn manninum heldur byggt á lagareglum sem gilda í tilvikum sem þessum, um að láta börn njóta vafans. Það væri skylda sveitarfélagsins.

Fyrir liggur að maðurinn hefði verið einn af fimm bílstjórum verktakans sem hefðu ekið skólabíl fyrir sveitarfélagið ef tilboðið hefði verið samþykkt.

Hreint sakavottorð

Í niðurstöðu héraðsdóms var áréttað að maðurinn væri með hreint sakavottorð en hann hafi verið kærður árið 2012 fyrir að hafa áreitt unglingsstúlku í fjögur eða fimm skipti þegar hann ók henni heim eftir að hún hafði gætt barna hans og einnig að hafa í eitt skiptið haldið um axlir stúlkunnar og látið höndina renna niður bakið á henni og stöðvað á rassi hennar. Málið var rannsakað af lögreglu en fellt niður þar sem sakfelling þótti ekki líkleg.

„Ráðið verður af framburði þeirra sveitarstjórnarmanna sem stóðu að fyrrgreindri ákvörðun og skýrslu gáfu við aðalmeðferð málsins, og einnig af gögnum málsins að öðru leyti, að þeir hafi heyrt af eða þekkt til þeirra ásakana sem fram komu á hendur stefnanda, sbr. fyrrgreint bréf ríkissaksóknara, og metið stöðuna á þann veg að ekki væri forsvaranlegt, með hagsmuni skólabarnanna í huga, að fallast á að stefnandi sæi um skólaakstur þeirra. Ekki hefði verið hjá því komist að láta börnin njóta vafans.“

Dómurinn féllst ekki á kröfur skólabílstjórans um vanhæfi föður stúlkunnar sem hann var sakaður um að áreita, í setu hans á bæjarstjórnarfundi. Þá segir dómurinn að sveitarstjórn hafi gætt trúnaðar um málið eins og sjáist af umfjöllun um það í fundargerðum.

Sveitarfélagið var sýknað af kröfum skólabílstjórans en málskostnaður fellur niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa