fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Félag fanga hefur áhyggjur af meintum árásarmanni í Borgó – „Umræddur piltur sér ekki dagsljós nema í klukkustund á hverjum degi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 15. janúar 2021 15:00

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í kjölfar frétta um gæsluvarðahald ungs manns vill Afstaða koma eftirfarandi á framfæri: Ofbeldi innan framhaldsskóla á aldrei að líðast, frekar en annars staðar í samfélaginu. Engu að síður er hér að ræða um ungt fólk og hefur Afstaða af því áhyggjur að það sé sett í gæsluvarðhald og einangrun.“

Svona hefst fréttatilkynning sem Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, sendi á fjölmiðla í dag. Tilkynningin er send í kjölfar þess að ungur maður er nú einangrun vegna rannsóknar á árásinni í Borgarholtsskóla.

Í tilkynningunni segist Guðmundur hafa áhyggjur af því að fólk sé sett í einangrun, ekki síst þegar um er að ræða ungt fólk. „Lögregla hefur lítið gefið út annað en að hún hafi sett fram kröfu um að þrjú ungmenni ættu að sæta einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Það þýðir að lögregla óttast að umrædd ungmenni muni torvelda rannsókn málsins. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði tveimur kröfum en úrskurðaði pilt í einangrun í viku,“ segir hann.

„Fyrir þá sem ekki vita þýðir það að umræddur piltur sér ekki dagsljós nema í klukkustund á hverjum degi en bíður annars örlaga sinna í þröngum klefa hina 23 klukkutímana á sólarhring.
Oft hefur Afstaða fjallað um neikvæðar afleiðingar þess að einangrun hefur á andlegt líf þeirra sem þurfa að þola en eðlilega eru þær enn verri þegar um er að ræða ungt og óharðnað fólk.“

Guðmundur segir að Afstaða sjái ekki að það þjóni hagsmunum rannsóknarinnar á málinu að einn af þessum þremur piltum sitji nú í einangrun. Þá fer Afstaða einnig fram á það við lögreglu að rannsókn málsins sé hraðað þannig að „hægt sé að afstýra frekari neikvæðum áhrifum einangrunarinnar á umrætt ungmenni“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“