fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 13:35

Til vinstri: Mynd/Anton Brink - Til hægri: Skjáskot úr athugasemdunum við myndbandið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð urðu harkaleg átök í Borgarholtsskóla í gær. Sex voru fluttir á slysadeild og þrjú ungmenni undir 18 ára aldri voru handtekin og eru nú í umsjón félagssþjónustunnar. Lögreglan rannsakar málið og ekki liggur fyrir fjöldi gerenda né orsakir átakanna.

„Slakaðu á, það dó enginn“

Þrátt fyrir að átökin hafi vakið óhug og hræðslu hjá mörgum í gær hafa einhverjir ákveðið að gera grín að þessum atburðum. Myndband eitt hefur vakið mikla athygli og gagnrýni á samfélagsmiðlinum TikTok en í myndbandinu er gert grín að árásinni. Tæplega 20 þúsund manns hafa horft á myndbandið þegar þessi frétt er skrifuð. Samkvæmt heimildum DV eru líka dæmi um að myndbandið sé í dreifingu á öðrum samfélagsmiðlum.

Notast er við upptöku af hnífabardaga úr tölvuleiknum Counter Strike: Global Offensive til að líkja eftir atburðum gærdagsins í Borgarholtsskóla. Myndbandið hefur sem von er farið misjafnlega ofan í þá sem hafa séð það á samfélagsmiðlinum, ekki allir eru sammála um hvort það sé í lagi að gera grín að svona atburðum, hvað þá svona skömmu eftir að þeir eiga sér stað.

„Of snemmt maður,“ segir einn notandi samfélagsmiðilsins í athugasemd við myndbandið og fleiri tóku undir. „Æji þetta er ekki neitt til að grínast með,“ sagði annar notandi. „Nei þetta má ekki,“ sagði svo enn annar.

Einhverjir ganga þó svo langt að telja grínið allt í lagi. „Slakaðu á, það dó enginn,“ sagði til dæmis einn. Þá mátti sjá mikið af hlæjandi tjáknum (e. emoji) í athugasemdunum við myndbandið.

Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

@nonnabiti#fyp♬ original sound – NONNABITI

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni

Segir Sigríði hafa brotið ýmsar reglur með viðskiptunum við Þórunni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“

Mikilvæg tilkynning frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu – „Þrátt fyrir aðvaranir hefur borið mikið á því í dag“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar

Reykjavík nefnd sem dæmi um borg sem fær mikið hrós þrátt fyrir að lítið sé um að vera þar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins