fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Fréttir

Svandís frestar breytingunum – „Þessa breytingu þarf að kynna betur“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 16:12

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Stjórnarráð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var ákveðið að breyta neðri mörkum á aldursviðmiðum á skimunum fyrir brjóstakrabbamein. Ákvörðunin vakti mikla furðu og jafnvel reiði hjá mörgum í samfélaginu.

Nú hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hins vegar ákveðið að fresta þessum breytingum um ótiltekinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist á vef stjórnarráðsins. „Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt,“ segir í tilkynningunni.

„Skimunarráð sem starfar á vegum embættis landlæknis fjallar um fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum á faglegum forsendum og byggir á bestu þekkingu hverju sinni. Það er mat skimunarráðs að breyta skuli aldursviðmiðum brjóstaskimana þannig að skimanir hefjist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri aldursmörkin hækki úr 69 árum í 74. Tillaga um að hækka lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu embættis landlæknis og aftur á liðnu ári þar sem embætti landlæknis byggði á niðurstöðum skimunarráðs þess efnis.“

Svandís segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landslæknis um aldursviðmið fyrir krabbameinsskimanir. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum,“ segir Svandís

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd

Ísraelsmenn sprengja í Katar – Árásin harðlega fordæmd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi

Glæpamaður sem lifði á kerfinu rekinn úr landi
Fréttir
Í gær

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar

Öllum íbúum Gasaborgar skipað að hafa sig á brott án tafar
Fréttir
Í gær

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Í gær

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“

Forngrip stolið frá Reiðhjólabændum – „Ekki hlaupið að því að hafa góðgerðarstarfsemi eins og Hjólasöfnun í friði“
Fréttir
Í gær

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni

Mjög stórt fíkniefnamál þingfest í dag – 12 kíló af kókaíni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“

Sár og svekktur út í félag hjúkrunarfræðinga: „Þessi afstaða er ekki bara röng, hún er beinlínis hættuleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir

Minnst fimm látnir eftir hryðjuverkárás í Jerúsalem í morgun – Árásarmennirnir felldir