fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Léttir á Landspítalanum – Öll sýni neikvæð ennþá

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 08:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ugg setti að samfélaginu í gærkvöld er fréttist að sjúklingur á hjartadeild Landspítalans hefði greinst með Covid-19. Sjúklingurinn hafði legið á deildinni síðan í desember en hann greindist er hann var skimaður í kjölfar útskriftar. Í fjölfarið fór smitrakning á fullt og á annað hundrað manns voru skimaðir, meðal annarra sjúklingar og starfsfólk á deildinni.

Enn hafa öll starfsmannasýni reynst neikvæð, eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Landspítalanum sem barst laust eftir kl. 8:

„Enn sem komið er hafa öll sýni af starfsfólki reynst neikvæð, en dagvaktin í gær var skimuð fyrir Covid-19 og rannsökuð í gærkvöldi, ásamt 32 inniliggjand sjúklingum, sem allir reyndust neikvæðir.

Sýnataka af starfsfólki stóð fram á nótt og heldur áfram núna fyrir hádegi; um nokkur hundruð manns er að ræða að öllu samanlögðu, því bæði þarf að skima alla rúmlega 100 starfsmenn deildarinnar og annað starfsfólk sem þjónustar sjúklinga og starfsemi deildarinnar, til dæmis sjúkraþjálfara og ræstingafólk.

Umfangsmikið viðbragð er á spítalanum gagnvart þessum atburðum og vert að minna á að hjartadeildin er í fullri starfsemi og er vel mönnuð, henni hefur ekki verið lokað fyrir öðru en nýjum innlögnum.

Við eigum von á fyrstu niðurstöðum skimana annars starfsfólks en dagvaktar gærdagsins núna um hádegið, fundað verður um þær niðurstöður kl. 13:00, þá vitum við meira um stöðuna og upplýsum fjölmiðla strax í kjölfarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð