fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ætla sér að hefja ákæruferli gegn Trump – Aftur

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 8. janúar 2021 22:11

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærstu miðlar Bandaríkjanna greina frá því að Demókratar hyggjast hefja ákæruferli (e. impeachment) gegn Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Þetta gerist í kjölfar óeirða sem hann er sagður hafa verið valdur af, sem áttu sér stað miðvikudagskvöld þegar múgur stuðningsmanna hans réðst inn í Bandaríkjaþing.

Áður hafa demókratar hafið ákæruferli gegn Trump, en það hófst í desember 2019. Þá var hann sakaður um að misnota vald sitt með því að hvetja forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, til þess að rannsaka Hunter Biden, son Joe Biden verðandi forseta. Þetta átti hann að gera til að styrkja stöðu sína vegna forsetakosninganna sem fóru fram í nóvember í fyrra. Að þessu sinni eru aðstæðurnar ansi sérstakar, en einungis tvær vikur er í að Joe Biden taki við embætti Bandaríkjaforseta.

Til þess að hefja ákæruferli þarf þingmaður að leggja fram frumvarp þess efnis. Það er svo rætt í neðri deild þingsins og kýs hún um hvort ákæra eigi forsetann. Kjósi deildin að gera það fjallar síðan efri deildin um ákæruna og kýs um hvort sakfella eigi forsetann. Ef ákæran lifir kosningarnar af er forsetanum vikið úr embætti.

New York Times greinir frá því að Nancy Pelosi, forseti neðri deildarinnar, hafi gefið Trump tvo valkosti: Annaðhvort segi hann hiklaust af sér, ef ekki muni ákæruferli gegn honum hefjast á mánudag. Ef svo fer yrði það í fyrsta skipti þar sem að ákæruferli hefst yfir sama forsetanum, og það á einu og sama kjörtímabili.

Yfirleitt eru þessi ákæruferli tímafrek, síðast áttu til dæmis sér stað langar vitnaleiðslur og rannsóknir. Að þessu sinni yrði þeim sleppt. Fyrst þyrfti fulltrúadeildin að samþykkja með einföldum meirihluta, síðan þyrfti öldungadeildin að samþykkja með tveggja þriðjunga meirihluta. Það gæti reynst strembið, enda staðan 50/50 í deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd