fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Þetta eru nýir eigendur Icelandair – Listi birtur yfir 20 stærstu hluthafana

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 30. september 2020 18:16

mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu Icelandair Group til kauphallarinnar sem birt var seint í dag kom fram að útgáfa og afhending 23.000 milljóna nýrra hluta í Icelandair Group hafi farið fram í gær. Fjöldi útgefinna hluta er nú um 28,5 milljarður. Hver hlutur er ein króna að nafnvirði og fylgir hverjum hlut eitt atkvæði á hluthafafundi.

Sjá nánar: Útskýrt á mannamáli – Hlutafjárútboð Icelandair

Athygli vekur að Landsbankinn sem er í ríkiseigu er stærsti hluthafinn. Að öðru leyti eru lífeyrissjóðir og annar ríkisbankinn, Íslandsbanki, fyrirferðamiklir á listanum. Samtals eiga 20 stærstu hluthafarnir 55,37% í félaginu. 20 stærstu hluthafarnir eftir hlutafjárútboðið eru:

Landsbankinn: 7,48%
Gildi – lífeyrissjóður: 6,61%
Íslandsbanki: 6,54%
LSR A-deild: 6,24%
Brú Lífeyrissjóður: 4,77%
Lífeyrissjóður verslunarmanna: 2,26%
Stefnir – ÍS15: 2,00%
Sólvöllur ehf.: 1,95%
Kvika banki: 1,95%
Par Investment Partners L.P.: 1,91%
Landsbréf – Úrvalsbréf: 1,89%
Arion banki: 1,82%
Stefnir ÍS5: 1,78%
Stefnir – Samval: 1,59%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda: 1,40%
Birta lífeyrissjóður: 1,35%
Stapi lífeyrissjóður: 1,04%
Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna: 1,03%
Lífsverk lífeyrissjóður: 0,90%
Bóksal ehf.: 0,89%

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Í gær

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Í gær

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman

Fær að bera barnsmóður sína út eftir allt saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“

Baldvin komst við og rödd hans brast í viðtali við Bylgjuna – „Þetta hefur hreinlega farið með hann“