fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Eimskip borið þungum sökum – Tengd við „hættulegasta vinnustað heims“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eimskipafélag Íslands er borði þungum sökum í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld. Eimskipafélagið er sagt hafa notað alræmdan millilið til að komast fram hjá evrópskum reglum og farga tveimur risastórum gámaflutningaskipum, Laxfoss og Goðafoss, á Alang-strönd við Indland.

Hundrað þrjátíu og sjö manns hafa látið lífið við skipaniðurrif á umræddri strönd á síðasta áratug. Oft hefur Alang-stönd verið kölluð „hættulegasti vinnustaður heims. Ekki nóg með það heldur er gríðarlega mikil mengun á svæðinu. Kveikur greinir frá því að síðast á þessu ári sem að ströndinni hafnað aðkomu á evrópska listann svokallaða.

„Vandamálin í Alang eru mörg. Ekki síst vegna þess hve illa er staðið að umhverfisvörnum en líka vegna þess hve illa er búið að verkafólki sem þar vinnu, ekki síst hvað varðar heilsuvernd og öryggismál,”

Segir Ingvild Jenssen, framkvæmdastjóri alþjóðlegu félagasamtakanna Shipbreaking Platform sem voru stofnuð af fjölda umhverfis-, mannréttinda- og verkalýðssamtökum. Hún tjáði sig um mál Eimskipafélagsins í þættinum og telur að félagið hafi brotið lög.

„Íslensk yfirvöld ættu að draga Eimskip til ábyrgðar fyrir brot á evrópskri úrgangslöggjöf, sem bannar útflutning á hættulegum úrgangi til þróunarlandanna. Það skyldi sótt sem sakamál af íslenskum yfirvöldum.“

Þá kemur fram að í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins hafi verið bent á að skipin væru ekki í eigu félagsins þegar því var komið fyrir á ströndinni, því hafi málið ekki verið á ábyrgð félagsins.  Ingvild Jenssen gefur lítið fyrir það.

„Nei, það skiptir engu þegar úrgangslöggjöfin á í hlut. Sú staðreynd að skipin voru seld í niðurrif meðan þau voru í íslenskri höfn er það sem skiptir máli fyrir úrgangslöggjöfina. Til er önnur löggjöf eða uppbótarlöggjöf sem lýtur að skipum undir fána ESB og svo fána Íslands þar sem segir að þau skuli aðeins endurunnin í aðstöðu sem er viðurkennd af ESB.“

Hægt er að lesa umfjöllun Kveiks í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum