fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Stjórn Icelandair hafnar milljörðunum hennar Ballarin

Heimir Hannesson
Föstudaginn 18. september 2020 09:39

Michelle Ballarin. Mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Icelandair hefur hafnað tilboði Michelle Roosevelt Edwards Ballarin uppá sjö milljarða króna. Þátttöku Ballarin í hlutafjárútboði Icelandair er því lokið. Fréttablaðið greindi frá í morgun. Samkvæmt þeirra heimildum gat Ballarin ekki reitt fram tryggingar til sönnunar á að fjármagn væri til staðar.

Ballarin keypti, eins og frægt er orðið, eignir WOW air úr þrotabúi félagsins og lagði í gær fram sjö milljarða tilboð í hluti Icelandair. Sagði talsmaður hennar að hún vonaðist til að sitja uppi með um 25% af hlutum félagsins.

Eftirspurnin eftir hlutum félagsins nam um 37,3 milljörðum og var umframeftirspurn eftir hluti í félaginu því um 85%. 11.000 einstaklingar og fyrirtæki tóku þátt. Boðnir voru til sölu 20 milljarðar í nýjum hlutum á genginu 1. Heimild var til að stækka útboðið um 3 milljarða, og verður sú heimild nýtt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við