fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Gul viðvörun í borginni og víðar á morgun – Haustið mætt með látum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 15. september 2020 19:44

mynd/skjaskot Veðurstofa

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan varar við rennblautri sunnanátt á miðvikudaginn í gulri viðvörun sinni sem hún birti í dag.

Segir þar að íbúar höfuðborgarinnar megi búast við 13-20 m/s og hvössum vindstrengjum við fjöll, allt að 25-35 m/s, sérstaklega við Hafnarfjall. Bendir Veðurstofan sérstaklega á að akstur kann að reynast varasamur, sérstaklega fyrir ökutæki sem taka mikinn vind á sig.

Sama er uppi á teningnum fyrir Breiðafjarðarsvæðið og Vestfirði. Má því búast við sterkum vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesi eins og gjarnan fylgir svo stífri sunnanátt og hávaðaroki á sunnanverðum Vestfjörðum, sér í lagi frá Barðaströnd og vestur að Látrabjargi.

Veðrinu mun, samkvæmt spá Veðurstofunnar, ganga niður að mesta um kvöldmatarleyti annað kvöld.

Þó veðrið á fimmtudaginn kalli ekki á litaða viðvörun er það ekki til að hrópa húrra yfir heldur. Heldur svalt og rigning á köflum um allt land. Heilt yfir virðist Atlantshafið vera að kasta haustinu yfir landsmenn með þó nokkrum látum næstu daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg