fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ekið á hjólreiðakonu – Handtekin vegna bílþjófnaðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 06:49

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan 18 í gær var ekið á hjólreiðakonu á Hverfisgötu í Reykjavík. Konan meiddist á mjöðm og fór sjálf á slysadeild. Skömmu síðar var kona handtekin í Bústaðahverfi, grunuð um nytjastuld bifreiðar og þjófnað. Búið var að skipta um skráningarnúmer á bifreiðinni sem hún er grunuð um að hafa stolið. Konan var flutt í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn í miðborginni, grunaður um líkamsárás. Þolandinn hlaut að sögn minniháttar áverka.

Um klukkan 18 var akstur ökumanns stöðvaður í Hlíðahverfi. Engin skráningarnúmer voru á bifreiðinni, sem maðurinn ók, og hún reyndist ótryggð. Auk þess er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi skildi maður bifreið eftir í gangi í miðborginni meðan hann hljóp inn í hús. Þegar hann kom aftur var búið að aka bifreiðinni að húsi hinum megin götunnar og taka kveikjuláslykla hennar.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var bifreið ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut í Garðabæ. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna auk þess að hafa ó hótunum við lögreglumenn um að beita þá ofbeldi. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Að aðhlynningu lokinni þar var hann fluttur í fangageymslu.

Um klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um eld í bifreið í Breiðholti. Slökkvilið slökkti eldinn.

Sex ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum