fbpx
Miðvikudagur 23.september 2020
Fréttir

Ríkissaksóknari vill harðari dóm yfir Guðmundi Elís – Sætir einnig rannsókn fyrir árás á móður sína

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 11. september 2020 19:19

Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson Mynd til vinstri: Facebook - Mynd til hægri: Skjáskot úr fréttum Stöðvar 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi gegn Guðmundi Elís Sigurvinssyni, 21 ára gömlum manni sem sakfelldur var fyrir hrottalega árás á unnustu sína, Kamillu Ívarsdóttur, og krefst þyngri refsingar. Málið var upphaflega rannsakað sem tilraun til manndráps. RÚV greindi frá í kvöldfréttum.

Sjá einnig: Guðmundur Elís braut gegn fleiri konum – Óhugnanlegar lýsingar í Kastljósi og langur afbrotaferill

Guðmundur Elís var dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir hina hrottafullu árás á Kamillu og sat aðeins inni í fimm mánuði. Hann var ákærður fyrir brot í nánu sambandi en héraðsdómari féllst ekki á að parið hefði verið í nánu sambandi þar sem þau voru ekki skráð í sambúð. Í fréttatíma RÚV var rætt við Helgu Völu Helgadóttur þingmann og lögfræðing og sagði hún vera þörf á að skerpa á skilgreiningum á nánu sambandi í lögum því fólk gæti klárlega verið í nánu sambandi án þess að vera í sambúð.

Dómur fyrir alvarlegt brot í nánu sambandi getur verið allt að 16 ára fangelsi.

Guðmundur Elís er einnig grunaður um líkamsárás á móður sína og er það mál í rannsókn.

Hann á að baki langan feril ofbeldisbrota gegn konum. Þá hefur hann margfaldlega brotið nálgunarbann sitt gagnvart Kamillu en hann hafði samband við hann 122 sinnum á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“
Fréttir
Í gær

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur
Fréttir
Í gær

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda
Fréttir
Í gær

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi