fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Fólk með mótefni gegn Covid-19 má ekki heimsækja fólk í sóttkví – „Gæti mögulega borið snertismit frá öðrum“

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 9. ágúst 2020 18:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með auknum smitum og fjölda fólks í sóttkví vegna Corona-veirufaraldursins er mikilvægt að rýna í þá mistúlkun sem á sér gjarnan stað þegar einstaklingar fara að túlka sóttvarnarreglur. Eitthvað hefur borið á þeim umræðum að þeir sem hafa greinst með mótefni við Covid-19 geti umgengist fólk í sóttkví og einangrun þar sem viðkomandi á ekki að geta veikst aftur.

Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni er málið ekki svo einfalt. Guðrún Aspelund yfirlæknir á sóttvarnarsviði segir mikilvægt að fólk í sóttkví og einangrun þarf að fylgja reglum um sóttkví og einangrun og á ekki að vera að fá heimsóknir. „Ekki er sérstök undanþágur á þessu fyrir þá sem hafa sögu um fyrri sýkingu eða eru með staðfest mótefni. Hins vegar teljum við að þetta fólk geti ekki smitast aftur en það á samt að t.d. virða 2 metra reglu því það gæti mögulega borið snertismit frá öðrum,“ segir Guðrún og bendir fólki á að frekari upplýsingar má nálgast á Covid.is.

946 í sóttkví – Hver er munurinn á sóttkví, heimkomusmitgát og einangrun?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið