fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Víðförull þjófur handtekinn – Innbrot og umferðaróhöpp

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 06:36

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað á rafskútu úr verslun í Reykjavík. Á upptökum öryggismyndavéla sást maður stela rafskútunni. Sá var handtekinn skömmu eftir miðnætti vegna gruns um að hann væri að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna en auk þess er hann sviptur ökuréttindum. Í bifreið hans var fyrrgreind rafskúta. Maðurinn er einnig grunaður um að hafa stolið fantaði frá hótelgesti í Bústaðahverfi og munum úr búningsklefa fyrirtækis í sama hverfi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í íbúð í Hafnarfirði. Þar var verðmætum stolið.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi varð umferðaróhapp í Breiðholti. Bifreið og rafskúta lentu þar saman. Ökumaður rafskútunnar fann til eymsla í fæti og ætlaði sjálfur á slysadeild. Skömmu áður varð umferðaróhapp í Kópavogi. Enginn meiddist en tjónvaldurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Tveir ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“

„Ég hata Facebook, Instagram og TikTok. Þetta truflar líf allra“
Fréttir
Í gær

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“

Gauti telur að fíkniefni ættu að fást í sérverslunum – „Ekki að segja að það eigi að vera aðgengilegt í matvöruverslunum eins og Melabúðinni“