fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Festi bíl í ánni og þurfti að klifra upp á þak

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 12:23

Mynd: Landsbjörg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í morgun vegna ökumanns sem festi bíl sinn í Kaldaklofskvísl við Hvanngil. Maðurinn þurfti að fara upp á þak bílsins því vatn flæddi inn í bílinn. Maðurinn var búinn að vera á þaki bílsins í um tvær klukkustundir þegar björgunarmenn komu að.

Mynd: Landsbjörg

„Vel tókst að koma manninum í land en unnið er að því að koma bílnum úr ánni. Var hann farinn að grafast niður og mátti því ekki tæpara standa að bjarga manninum,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu. Þá segir enn fremur:

„Rétt er að benda á að vegna rigninga hefur vaxið mikið í ám á hálendinu og eru margar þeirra því illfærar og jafnvel ófærar óbreyttum jeppum.“

Mynd: Landsbjörg

Meðfylgjandi myndir eru frá vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“