fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Ofsafengin sprenging í Beirút náðist á myndband – Höggbylgjan náði 10 km

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 4. ágúst 2020 15:53

Sprengingin var gríðarlega öflug. Mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir berast nú af risastórri sprengingu í Beirut. Er hún sögð hafa átt sér stað á hafnarsvæði borgarinnar. Um 2 milljónir búa í borginni.

Öryggislögregla Líbanon segir að sprengingin hafi orðið í vöruhúsi við höfnina. „Kraftur sprengingunnar var gríðarlegur, það er skelfing á götunum og gler út um allt,“ sagði fréttamaður Al Jazeera Zeina Khodr. Fjölmargir liggja slasaðir á víðavangi í borginni og sagði Sky News frá því að heilu byggingarnar í nágrenni hafnarinnar hafi hrunið við sprenginguna. Spítalar í Beirút eru nú sagðir vísa alvarlega slösuðu fólki frá því þeir eru yfirfullir. Ástandið í borginni er sagt grafalvarlegt.

Hundruðir eru sagðir slasaðir en engar staðfestar fregnir hafa borist af látnum. Orsök sprengingarinnar liggur ekki fyrir.

Myndböndum er nú dreift á Twitter sem sjá má hér að neðan.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna

Komst upp um stórt kókaínsmygl frá Frankfurt hingað til lands – Afhenti félaganum ferðatöskuna
Fréttir
Í gær

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg

Hægri öfgamenn bera ábyrgð á langflestum pólitískum morðum – Allar rannsóknir á einn veg