fbpx
Laugardagur 15.maí 2021
Fréttir

Steve Bannon handtekinn og ákærður – Sjötti ráðgjafi Trump sem ákærður er

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 14:52

mynd/nbc news

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trumps og stofnandi Breitbart, var í dag handtekinn í New York. Hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik. Er hann ásamt öðrum sagðir hafa stolið fjármunum sem safnað hafði verið fyrir byggingu múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Axios greindi frá.

Samkvæmt ákærunni á Bannon að hafa tekið við á fölskum forsendum meira en einni milljón Bandaríkjadala frá hundruð þúsunda stuðningsmanna Donalds Trumps með því að hafa hópfjármagnað byggingu múrsins á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hópfjármögnunin skilaði í heild um 25 milljónum dala, og er Bannon sagður hafa notað að minnsta kosti hundruð þúsunda til eigin og persónulegra nota.

Bannon er sjötti maðurinn nátengdur Trump Bandaríkjaforseta sem er handtekinn og ákærður af alríkislögreglunni á undanförnum árum. Hinir eru Roger Stone, Michael Flynn, Rick Gates, Paul Manafort og Michael Cohen.

Í ákærunni segir að meginþorri fjármunanna sem söfnuðust hafi vissulega farið í að byggja vegg en hundruð þúsunda hafi verið varið í persónuleg útgjöld Bannons. Þau útgjöld voru meðal annars vegna ferðalaga og gistinga, neysluvara og persónuleg kreditkorta útgjöld. Brian Kolfage sem einnig er ákærður fyrir aðild að málinu, á meðal annars að hafa eytt fjármunum söfnunarinnar í endurbætur á heimili sínu, skattgreiðslur, hlutagreiðslu í báti, lúxus jeppa, golfbíl, skartgripi, lýtaaðgerð og kreditkorta reikninga sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

BYKO dregur úr eigin losun um 19%

BYKO dregur úr eigin losun um 19%
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“

Sena boðar uppistand með grínista sem var sakaður um kynferðisofbeldi – „Er hægt að vera taktlausari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“

Hallgrímur varð fyrir kynferðisofbeldi og sakar Eirík um að hafa smánað sig – „Þarna upplifði ég það sem margir brotaþolar lenda í“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði

Fjórir ákærðir vegna morðsins í Rauðagerði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“

Morðið í Rauðagerði: Angjelin sýndi lögreglunni hvað hann gerði með plastbyssu – „Sakborningurinn var á staðnum“