fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Telur enn að smit sé ekki útbreitt – Hafa ekki náð tökum á nýlegri hópsýkingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 14:21

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrettán ný innanlandssmit af COVID-19 greindust í gær og eitt við landamæraskimun. Er þetta fjölgun frá því daginn áður þegar greindust 7 smitaðir.  Nú eru 72 í einangrun og 569 í sóttkví. Virk smit eru 72.

Töluvert fleiri sýni voru tekin á veirufræðideildinni í gær en daginn áður. Fimm prósent reyndust með smit. Mjög fáir hafa greinst smitaðir í skimunum Íslenskrar erfðagreiningar.

„Við erum að sjá nokkurn fjölda af nýjum tilfellum af hópsýkingu. Áhyggjuefni er að smitin eru dreifð og við virðumst ekki hafa náð fullum tökum á þessari hópsýkingu,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingarfundi Almannavarna.

Þórólfur sagði að næstu dagar munu skera úr um hve mikil dreifingin er. Hins vegar bendi niðurstöður skimana Íslenskrar erfðagreiningar til þess að smit í landinu sé ekki útbreitt. ÍE hafi skimað um 2.700 manns undanfarna daga og aðeins tvö smit hafi greinst.

Þórólfur sagði að eftir eina til tvær vikur kæmi í ljós hvaða árangur hertar aðgerðir vegna veirunnar skili okkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg

Conor McGregor hættir við forsetaframboð – Sá fram á rothögg