fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Kona með grímu fór burt án þess að borga fyrir klippinguna í Unique hár og spa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 20:15

Frá Unique hár og spa. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein sem fékk klippingu og strípur hjá stofunni Unique hár og spa í Síðumúla, fór út að sögn til að ná í greiðslukort sitt til að greiða fyrir þjónustuna, en kom síðan ekki aftur. Vegna grímuskyldu á hárgreiðslustofum í Covid-faraldrinum er erfitt að bera kennsl á þá örfáu kúnna sem geta reynst óheiðarlegir og greiða ekki fyrir þjónustuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu fyrirtækisins en RÚV greindi einnig frá.

Í færslunni segir:

„Sæl öll, vorum að lenda í einkennilegu atriði, hér bókar tíma nýr kúnni, labbar inn með grímu, fær klippingu og strípur og klárar meðferðina sína hjá okkur, stekkur svo út í bíl til að „sækja kortið sitt“ og við höfum ekki séð hana síðan. Þessi kona er ekki til á fésbókinni og símanúmerið hennar er að sjálfsögðu ekki til….
Við erum að fara betur yfir eftirlitsmyndarvélar til að skoða hvort við náum einhverstaðar andlitsmynd af henni – sem er ekki líklegt, þar sem hún tekur ekki niður grímuna ;(
….. verum á varðbergi gagnvart þessu fólki !“

Í samtali við RÚV segir eigandinn ekkert óeðlilegt við að kúnnar þurfi að fara út í bíl eftir veskinu sínu. Gallinn við þennan viðskiptavin var að hún kom aldrei til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“