fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Kona með grímu fór burt án þess að borga fyrir klippinguna í Unique hár og spa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 20:15

Frá Unique hár og spa. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein sem fékk klippingu og strípur hjá stofunni Unique hár og spa í Síðumúla, fór út að sögn til að ná í greiðslukort sitt til að greiða fyrir þjónustuna, en kom síðan ekki aftur. Vegna grímuskyldu á hárgreiðslustofum í Covid-faraldrinum er erfitt að bera kennsl á þá örfáu kúnna sem geta reynst óheiðarlegir og greiða ekki fyrir þjónustuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu fyrirtækisins en RÚV greindi einnig frá.

Í færslunni segir:

„Sæl öll, vorum að lenda í einkennilegu atriði, hér bókar tíma nýr kúnni, labbar inn með grímu, fær klippingu og strípur og klárar meðferðina sína hjá okkur, stekkur svo út í bíl til að „sækja kortið sitt“ og við höfum ekki séð hana síðan. Þessi kona er ekki til á fésbókinni og símanúmerið hennar er að sjálfsögðu ekki til….
Við erum að fara betur yfir eftirlitsmyndarvélar til að skoða hvort við náum einhverstaðar andlitsmynd af henni – sem er ekki líklegt, þar sem hún tekur ekki niður grímuna ;(
….. verum á varðbergi gagnvart þessu fólki !“

Í samtali við RÚV segir eigandinn ekkert óeðlilegt við að kúnnar þurfi að fara út í bíl eftir veskinu sínu. Gallinn við þennan viðskiptavin var að hún kom aldrei til baka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga