fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Norðmenn vilja gefa Íslandi rauða spjaldið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 18:58

Norski fáninn og landslag. Youtube-skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lýðheilsustofnun Noregs, Folkehelseinstituttet, hefur mælt með því að fimm ný lönd verði rauðmerkt vegna hættu á kórónuveirusmiti. Þessi lönd eru Ísland, Malta, Pólland, Kýpur og Holland.

Ástæðan er vaxandi smit í þessum löndum en hlutfall smitaðra á hverja 100.000 íbúa hefur verið hátt hér á landi síðustu vikur þó að það nýsmit sveiflist töluvert frá degi til dags. Viðmið Lýðheilsustofnunarinnar eru þau að virk smit séu undir 20 á hverja 100.000 íbúa. Ísland er yfir því hlutfalli.

Stofnunin sendi í kvöld tilkynningu um þetta á norska fjölmiðla og er meðal annars fjallað um málið á vef norska ríkistútvarpsins. Mælir hún með þessu við norsku ríkisstjórnina sem tekur lokaákvörðun í málinu. Ef Ísland fer á rauða listann þýðir það að Íslendingar sem ferðast til Noregs þurfa að fara í sóttkví við komu til landsins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum