fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Rektor Háskólans á Akureyri segir að húsin séu í góðu ástandi og Sigurður sé að ýkja

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 18:35

mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir í viðtali við Vísir.is að ástand húsa sem háskólanum voru gefin sé gott og barnabarn gefandanna sem farið hefur hörðum orðum um Eyjólf og Háskólann á Akureyri, Sigurður Guðmundsson, sé að færa í stíllinn.

Við sögðum í morgun frá harðorðuðum skrifum Sigurðar Guðmundssonar sem segir að rausnarleg húsagjöf afa sinnar og ömmu til Háskólans á Akureyri hafi grotnað niður í umsjá háskólans, sem þar með hafi svívirt minningu gefendanna.

Sjá einnig: Segir Háskólann á Akureyri hafa svívirt minningu ömmu sinnar og afa

Sigurður segir í grein sinni:

„Þið hafið svívirt minningu afa míns og ömmu með þessari framkomu. Hirðuleysið er slíkt að ekki einu sinni mestu skíthælar landsins hafa svona í sér. Ég óska ykkur alls hins versta sem ég geri nú í fyrsta skipti á ævi minni. Hef hingað til viljað ykkur vel en þeim tíma er lokið. Ég ætla svo innilega að vona að það fari í handaskolum hjá ykkur á næstu árum. Reksturinn fari í rusl og þið sem berið ábyrgð á þessu missið vinnuna sem fyrst.

Þið eruð óhæf og ég vil vara alla við sem hugsanlega ætla að ánafna Háskólanum eitthvað eftir sinn dag láti það ógert.“

Er Vísir.is bar þessi og önnur ummæli Sigurðar undir rektorinn svaraði hann:

„Það sem þessi tiltekna Facebook-færsla hefur verið að reyna að sýna er nú svolítið fært í stílinn og vissulega urðu miklar skemmdir í vetur vegna mikilla snjólægða en skemmdirnar í skóginum urðu miklu meiri. Við munum nýta sumarið til að grisja skóginn og reyna að átta okkur á þeim heildarskemmdum.“

„Húsnæðið sjálft er í góðu standi það sem var í góðu standi fyrir. Það er bæði vatns- og vindhelt og hefur staðið af sér veturna mjög vel og við höfum engar áhyggjur af því húsnæði þó eitt eða tvö handrið þurfi að reisa og setja aðeins málningu á við. Það er ekkert stórmál. Þannig að þetta er nú dálítið í stílinn fært að okkar mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Í gær

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Í gær

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“
Fréttir
Í gær

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga

Eiríkur segir vera holan hljóm í máli Loga
Fréttir
Í gær

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs

Segir lík Geirfinns hafa verið flutt í bíl Svanbergs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“

Sigurður hjólar í Kveik – „Þetta eru ekki ýkjur heldur beinlínis ósannar fullyrðingar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni

Múlaborgarmálið: Hannes ákærður fyrir tvö brot gegn einu barni