fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Reynt verður að halda óbreyttri skimun út júlí

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. júlí 2020 14:21

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir íslenskt samfélag standa í mikilli þakkarskuld við Íslenska erfðagreiningu. Hann segir fyrirtækið hafa staðið sig frábærlega í baráttunni gegn Covid-19 og það hafi meðal annars hlaupið undir bagga varðandi tækjabúnað. „Þeir hafa rannsakað faraldurinn mjög vel og komist að nýrri þekkingu sem gagnast hefur mjög vel í baráttunni gegn faraldrinum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi dagsins.

Þórólfur sagði ennfremur:

„ÍE hefur líka skimað mótefni hjá tæplega 40 þúsund manns. Þetta eru mótefni sem verið er að setja inn á Heilsuveru í dag og á morgun, hefur tafist af ýmsum orsökum, en gengur vonandi vel núna. Fólk ætti að geta farið inn á Heilsuveru og fengið niðurstöður sínar þar. Íslenskt samfélag stendur í þakkarskuld við ÍE.“

Þórólfur sagði að áherslan yrði að vera áfram á að skima á landamærum, rekja smit, beita sóttkví og halda uppi almennum smitvörnum. Haldið verði óbreyttri stefnu og markmiðið er að lágmarka áhættuna á því að veiran komi aftur. Veirufræðideildin annar um 500 sýnum á dag og hefur gefið ágæta raun í útlöndum að skima nokkur sýni í einum klasa.Þrátt fyrir að ÍE hafi dregið sig út úr skimunarverkefninu frá og með næsta mánudegi er stefnt á að halda skimuninni áfram, út júlí hið minnsta.

Þórólfur sagði að smit væri lítið, erlendir ferðamenn smiti lítið en helst smiti Íslendingar sem sýktir eru af veirunni, sem koma til landsins og eru með stórt tengslanet í samfélaginu.

Í gær voru tekin sýni úr 1.300 farþegum en alls komu 1.900 farþegar til landsins. Einn var með virkt smit en tveir eru enn í biðstöðu, þ.e. ekki er vitað hvort smit þeirra eru ný eða gömul. Síðustu þrjár vikur hafa um 32 þúsund farþegar komið til landsins og sýni hafa verið tekin hjá um 24 þúsund. Tíu hafa greinst með virkt smit en rúmlega 40 hafa greinst með gamalt smit. Innanlandssmit á síðustu þremur vikum hafa verið ellefu, öll rakin til íslenskra ferðamanna. Þórólfur segist engar áhyggjur hafa af gömlum smitum, það eru virku smitin sem skipta máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn

Segir margt benda til þess að fólk misnoti veikindaréttinn
Fréttir
Í gær

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt

Hefur beðið í tvö ár eftir svari við umsókn um ríkisborgararétt
Fréttir
Í gær

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Vitor fékk þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt

Bogi skilaði Kommúnistaávarpinu um hálfri öld of seint en slapp við sekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“

Vill alls ekki að leitað verði á heimilum fólks: „Þessi áform eru vond, óþörf og ganga alltof langt“