fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fréttir

Sigurbjörn kom að slysinu á Kjalarnesi – „Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 6. júlí 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurbjörn Þorkelsson,  rithöfundur, var einn þeirra sem kom að umferðarslysinu á Kjalarnesi þar sem tveir létu lífið eftir að bifhjól rann til á veginum og hafnaði framan á húsbíl.  Hann skrifar um atvikið í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

„Biðin á slysstað eftir hjálparaðilum, björgunarsveit, lögreglu, slökkviliði, sjúkrabílum og þyrlunni, var sannarlega ekki auðveld. Maður fann sig eitthvað svo smáan og vanmáttugan og geta svo lítið gert annað en gert krossmark og farið með örvæntingarfulla bæn“

Sigurbjörn segir að hugur hans hafi verið síðustu daga hjá aðstandendum hinna látnu og hjá þeim aðila sem slasaðist alvarlega í slysinu.

„„Jesús minn!“ hrópaði kona sem var á svæðinu. Tek ég undir með henni. Það er líklega það eina sem hægt er að hrópa við svona aðstæður“

Sjúkrabíllinn rann til

Eftir slysið hefur mikið verið rætt um nýlagt malbikið sem var á veginum og olli því að hann varð flugháll. Sigurbjörn bendir á að þegar sjúkrabíll kom á svæðið þá hafi litlu mátt muna að aðstæður yrðu enn verri.

„Einnig var skelfilegt að upplifa einn af sjúkrabílunum sem á svæðið komu ekki geta stansað á þessum umrædda sleipa vegarkafla og skautaði hann út fyrir veg og endaði úti í móa. Mildi að ekki fór verr í því tilfelli. Ég hélt að bíllinn myndi velta.“

Sigurbjörn líkur pistli sínum á fallegri hugvekju um sorg og söknuð.

„Það er svo sárt að sakna en það er gott að gráta. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma […] Ævin getur sannarlega verið stutt og endað snögglega en lífið er langt. Það lifir. Höldum í vonina. Stöndum saman í bæn og samhug. Með hlýrri friðar- samstöðu og kærleikskveðju. Lifi lífið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Í gær

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?

Múlaborgarmálið: Braut Hannes gegn fleiri börnum?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan

Hafnarstjórar landsins segja mikla óvissu framundan