fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fréttir

Níu metra háum strumpi stolið frá tjaldsvæðinu í Þrastaskógi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 15:47

Svona lítur strumpurinn út uppblásinn. Engin smásmíði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Furðulegur þjófnaður átti sér stað á tjaldsvæðinu í Þrastaskógi, skammt frá veitingastaðnum Þrastalundur, og ekki langt frá Selfossi, er strumpi sem uppblásinn er heilir níu metrar að hæð, var stolið beint fyrir utan afgreiðsluna.

„Við erum nýbúin að opna aftur eftir breytingar og við vorum með þennan strump. Hann var ekki uppblásinn, vorum nýbúin að taka  hann niður þegar við fórum inn, og fimm mínútum síðar var hann horfinn,“ segir starfsmaður tjaldsvæðisins í samtali við DV.

Svona lítur strumpurinn út uppblásinn. Enginn smásmíði.

Hann viðurkennir að málið sé spaugilegt en þetta sé engu að síður bagalagt: „Það eru allir búnir að vera að hlæja að þessu og ég skil það. Þetta er rándýr strumpur og allt það. En þetta er með fáránlegri hlutum sem hægt er að stela, níu metra hár strumpur! Þetta er eini svona strumpurinn á landinu og það eru ekki einu sinni til margir svona í heiminum. Þú selur þetta ekkert og þú ert ekki að fara að blása þetta neins staðar upp!“

Að sögn starfsmannsins var tjaldsvæðið í Þrastaskógi opnað að nýju í gær eftir breytingar og endurbætur. Strumpurinn hafði um stutt skeið staðið þarna uppblásinn sem auglýsing, með upplýsingar um tjaldsvæðið á áhangandi skilti. Þegar honum var stolið lá hann loftlaus í jörðinni og starfsfólkið hafði brugðið sér frá inn í hús til að borða kvöldmat. Að sögn starfsmannsins hefur þjófnaðurinn aðeins getað átt sér stað á um fimm mínútna tímakafla.

„Við erum nýbúin að taka við svæðinu og höfðum verið að leggja rafmagn og setja upp heitt og kalt vatn. Svo hefur strumpurinn verið blásinn upp þegar vel viðrar,“ segir starfsmaðurinn og bendir á að auðvelt sé að stela strumpinum þegar hann er loftlaus:

„Þetta er bara eins og svartur ruslapoki ef einhver treður þessu inn í bílinn sinn.“

Að sögn starfsmannsins er verðmæti strumpsins um 400 þúsund krónur. Hann er fullkomlega gagnslaus öðrum en þeim aðila sem ætlaði að nota hann í auglýsingaskyni, tjaldsvæðinu í Þrastaskógi.

Starfsmaðurinn leggur áherslu á að ef strumpinum verður skilað aftur verða engir eftirmálar af verknaðinum. Allir sem kunna að hafa upplýsingar um  málið eru beðnir um að hafa samband í síma: 8230096

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“

Gunnar sakar saksóknara um meiðyrði og hótar málsókn – „Háttsemi þín verður tilkynnt yfirmönnum þínum hjá LRH“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ

Sauð upp úr í anddyri hárgreiðslustofu í Mosfellsbæ
Fréttir
Í gær

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“

Á bráðamóttöku eftir meint ofbeldi dyravarða á Auto – „Hann bara ældi og gat varla labbað eða talað“