fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Carbfix hlýtur alþjóðleg verðlaun fyrir góðan árangur í þágu loftslagsmála

Sóley Guðmundsdóttir
Þriðjudaginn 28. júlí 2020 15:19

Edda Sif Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix - Mynd/Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carbfix hlaut í nótt hin alþjóðlegu Keeling Curve verðlaun fyrir aðferð sína við kolefnisförgun, þ.e. steinrenningu CO2 í bergi. Verðlaunin eru veitt árlega brautryðjendum sem hafa náð eftirtektarverðum árangri í aðgerðum í þágu loftslagsmála.

Verðlaunaafhendingin fór fram í beinni útsendingu á vef bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar PBS – Public Broadcasting Service síðastliðna nótt. Fram komu ýmsir þekktir einstaklingar sem hafa látið til sín taka í loftslagsmálum. Fyrirsætan, leikkonan og aðgerðasinninn Amber Valletta og loftslagssérfræðingurinn Jeff Berardelli kynntu verðlaunin.

 Verðlaunin mikið fagnaðarefni

„Það er mikið fagnaðarefni að hljóta þessi verðlaun og mikilvæg viðurkenning á starfinu okkar hjá Carbfix. Það er ljóst að heimurinn er að kalla eftir fjölbreyttum lausnum við loftslagsvandanum og verðlaunin undirstrika að aðferðin hefur mikla möguleika á að vaxa hratt á heimsvísu,“ segir Edda Sif. „Fjölmörg áhugaverð verkefni voru tilnefnd í ár og mikill heiður að hafa orðið fyrir valinu. Við höfum verið að sjá sívaxandi áhuga á Carbfix kolefnisförgunaraðferðinni og verðlaunin munu vonandi auka vitund á aðferðinni sem einni af þeim tæknilausnum sem nýta má til að sporna gegn loftslagsvánni,“ segir Edda Sif.

Mældi styrk koldíoxíðs í andrúmslofti

Verðlaunin eru kennd við Dr. Charles D. Keeling sem hóf að mæla styrk koldíoxíðs í andrúmslofti árið 1956 og tók eftir því að styrkurinn jókst frá ári til árs. Mælingarnar voru með fyrstu óyggjandi sönnunargögnum fyrir uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpnum sem hann ályktaði að stafaði af bruna mannkyns á jarðefnaeldsneyti.

Carbfix aðferðin

Carbfix aðferðin felst í því að CO2 leyst upp í vatni undir þrýstingi og vatninu dælt niður á 500-800 m dýpi í basaltjarðlög, þar sem CO2 binst varanlega í berggrunninum í formi steinda. Aðferðin hefur verið sannreynd sem hagkvæm og umhverfisvæn leið til að binda kolefni varanlega. Aðferðin sem Carbfix notar við kolefnisförgun er frábrugðin þeim aðferðum sem þekkjast annars staðar í heiminum. „Í staðinn fyrir að losa kolefnið út í andrúmsloftið er því dælt nokkur hundruð metra ofan í jörðina. Þar verða efnaskipti þar sem vatn og koltvíoxíð verða að náttúrulegu bergi,” segir Edda Sif.

Orkuveita Reykjavíkur hefur frá árinu 2007 leitt þróun aðferðarinnar í samstarfi við Háskóla Íslands og erlendar rannsókna- og vísindastofnanir. Orka Náttúrunnar, dótturfélag OR, hefur nú rekið lofthreinsistöð og niðurdælingu við Hellisheiðarvirkjun samfellt í fimm ár með góðum árangri. Carbfix ohf. hefur frá árinu 2019 verið rekið sem sjálfstætt dótturfélag OR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur

Dómari úrskurðaður vanhæfur og dómur í ofbeldismáli ómerktur
Fréttir
Í gær

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Í gær

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör

Hefur áhyggjur af skólaskyldunni og krefur menntamálaráðherra um svör
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”

Svarið sem Margrét fékk situr enn í henni: „Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum