fbpx
Sunnudagur 09.ágúst 2020
Fréttir

Kristín glímir við eftirköst COVID-19: Þreytt og þreklaus, með hjartsláttartruflanir og líkaminn safnar bjúg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. júlí 2020 13:47

Kristín Ýr Gunnarsdóttir. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Ýr Gunnarsdóttir er ein af þeim sem glíma við langtímaáhrif af Covid-19 löngu eftir að hún losnaði við veiruna. Kristín greinir frá reynslu sinni í grein á Vísir.is.

Kristín fór í sóttkví um miðjan mars og greindist með COVID-19 í kjölfarið. Núna, 90 dögum eftir að Kristín útskrifaðist, er hún enn að upplifa eftirköst sjúkdómsins. Á meðan hún var með veiruna var eftirfylgni mikil í heilbrigðiskerfinu en það hefur breyst eftir að hún útskrifaðist og glíman við eftirköst sjúkdómsins er einmanaleg:

„Núna eru rúmir 90 dagar síðan ég útskrifaðist og byrjaði að upplifa eftirköst veirunnar og í dag er ég aðeins 85% af þeirri manneskju sem ég var áður en hún festi sig í líkamanum mínum. Ég er þreytt og þreklaus, ég er með talsvert meiri einbeitingarskort en áður, líkaminn safnar bjúg – sem gerðist aldrei áður og ég fæ hjartsláttatruflanir reglulega.

Daglega les ég fréttir um mögulegar afleiðingar veirunnar, möguleikann á því að ég verði aldrei aftur söm, möguleikana á að ég gæti fengið blóðtappa, heilablóðfall, nýrnabilun eða aðra alvarlega sjúkdóma. Ég veiktist hinsvegar ekki mikið – ég er mun veikari í eftirköstunum.

En núna er engin eftirfylgni – enginn sem passar upp á okkur sem sitjum uppi með eftirköstin og lesum fréttir um mögulegar afleiðingar þeirra. Enginn sem heldur utan um andlega heilsu okkar og fræðir okkur um málið.“

Meginmarkið með grein Kristínar að vara við óábyrgum fréttaflutningi um eftirköst COVID-19 en hennir þykir of mikið um efni þar sem kastað er fram alls konar tilgátum um sjúkdóminn og eftirköst hans:

„Auðvitað á að fjalla um öll mál og allar hliðar. Þegar faraldurinn stóð sem hæst stóðu fyrrum kollegar mínir vaktina með prýði og yfirvegun. Það væri því fallegt, af virðingu við okkur – sem enn glímum við eftirköstin, að vanda fréttaflutning jafn mikið núna og ekki bara henda fram öllum þeim hugmyndum og greinum sem birtast um möguleg eða líkleg áhrif veirunnar sem stórfrétt eða staðreynd.

Því við erum fólk sem fengum hana, fólk sem lifir í ótta um að hún geti jafnvel enn dregið okkur til dauða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Að „passa“ saman
Fréttir
Í gær

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“

Grunur um smit á Hrafnistu – „Betra að gera of mikið en of lítið“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið

Vilhjálmur segist hafa sérstakar áhyggjur af ákveðnum hópi þetta árið
Fréttir
Í gær

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir

Handtekinn með hátalarabox á hjóli – Barði rúður á veitingastað og grunaður um hótanir
Fréttir
Í gær

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar

Líklegt að samkomutakmarkanir verði hertar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring

Virk smit kominn yfir hundrað – 17 greindust á síðasta sólarhring
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys í Reyðarfirði

Banaslys í Reyðarfirði