fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Fjölskylda flýr hrottafullt ofbeldi í Grindavík – Myndband ekki fyrir viðkvæma

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. júlí 2020 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmunda Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að flytja með fjölskyldu sína frá Grindavík vegna eineltis og hrottafengins ofbeldis sem 15 ára gamall sonur hennar verður ítrekað fyrir. Í myndbandi hér undir fréttinni gefur að líta viðurstyggilega árás sem sonur  Guðmundu varð fyrir en DV hefur ritskoðað myndbandið svo ekki sést framan í aðila.

„Ég verð að bjarga syni mínu frá þessu,“ segir Guðmunda í samtali við vef Mannlífs. „Sonur minn er félagslyndur og á góða vini í Grindavík, sem hafa staðið með honum alla tíð. En það er annar hópur unglinga sem hefur lagt hann í einelti frá því að við fluttum heim,“ segir Guðmunda ennfremur.

Auk líkamlegs ofbeldi hefur sonur Guðmundu fengið yfir sig afar ógeðfelldar hótanir í rafrænu formi eins og meðfylgjandi myndir sýna.

„Ég er búin að vera leita eftir aðstoð hjá læknum, lögreglu, skóla og barnavernd en því miður þá hefur ekkert skilað sér árangri nema ör í sálina og að barnavernd gengur á eftir okkur út af vandamálum sem þau geta ekki leyst,“ segir Guðmunda í Facebook-færslu um málið. Fjölskyldan flutti til Grindavíkur, heimabæjar Guðmundur, árið 2016, eftir margra ára búsetu í Þýskalandi.

 

Sjá einnig nýrri frétt um málið: Mikil ólga í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega