fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bjarni er áhyggjufullur vegna spennistöðvar sem er að rísa beint fyrir utan svefnherbergisgluggann hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 13. júlí 2020 20:02

Bjarni Guðjónsson. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Guðjónsson, íbúi að Svalbarði 14 í Hafnarfirði, hefur miklar áhyggjur af dreifistöð sem HS veitur eru að reisa rétt fyrir utan svefnherbergisgluggann hans. Sendi hann DV eftirfarandi erindi vegna málsins:

„Bæjarstjórn Hafnafjarðar svarar ekki áhyggjum og fyrirspurnum mínum vegna spennistöðvar sem verið er að reisa við hliðina á svefnherbergi mínu og var mér ekki tilkynnt um að til stæði að reisa þar. Framkvæmd þess er auk þess í fallegri útivistarbrekku mót suðri og í raun lýti fyrir allt bæjarfélagið. Hef ég auk þess mikinn kvíðboga fyrir því að spennistöðin geti einnig orðið mér að fjörtjóni m.a. með því að hún sé mögulega krabbameinsvaldur ásamt að geta haft slæmar afleiðingar fyrir andlega heilsu, enda mikið í umræðunni að slík spennivirki hafi slíkar afleiðingar á þá sem búa og sofa í næsta nágrenni við þau. Hér tel ég um að ræða spellvirki við lífstilveru mína og rétt til lífs og friðar án slíks aðkasts frá hinu opinbera að heimili mínu og heimilisfriði þó svo ófriður sá er hér um ræðir sé ósýnilegur berum augum manna.

Bæjarfulltrúar hunsa auk þess og þannig fyrirspurnir og áhyggjur íbúa varðandi framkvæmdir og ákvarðanir er íbúar telja að geti varðað heilsu þeirra og þá um leið lífshamingju og velferð. Eru nágrannar spennistöðvarinnar þá tilraunamýs?“

Segist enga tilkynningu hafa fengið um málið

Bjarni sendi tölvupóst vegna málsins á Hafnarfjarðarbæ. Í svari bæjarins, sem er undirritað af Þormóði Sveinssyni skipulagsfulltrúa, kemur fram að bæjarráð Hafnarfjarðar hafi tekið vel í erindi HS veitna um byggingu dreifistöðvar á þessum stað og samþykkti Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar á fundi sínum þann 5. nóvember 2019 að auglýsa tillögu að breyttu skipulagi á umræddri lóð.

Ennfremur kemur fram í erindinu að grenndarkynning hafi verið send á Bjarna og íbúa við Svalbarð 13 og 14, og Vallarbarð 18.

Bjarni kannast hins vegar ekki við að hafa fengið neina grenndarkynningu og staðhæfir hann í samtali við DV að honum hafi ekki borist nein grenndarkynning né önnur erindi um þessi áform.

Bjarni hefur haldið áfram að skrifa bæjaryfirvöldum til að ákvörðunina endurskoðaða en hann segist lítil svör fá. Í einu svari er honum þó bent á að honum hafi gefist andmælaréttur við grenndarkynningu, nokkuð sem hann kannast ekki við.

Skiptar skoðanir um krabbameinshættu

Töluverð umræða var um mögulega krabbameinshættu af völdum spennistöðva um og upp úr síðustu aldamótum. Árið 2001 var málið rætt í sölum Alþingis þar sem nokkrir þingmenn fluttu þingsályktunartillögu þar sem hvatt var til þess að heilbrigðisráðherra myndi láta gera faraldursfræðilega rannsókn á mögulegum áhrifum háspennulína, spennistöðva og fjarskiptamastra á mannslíkamann, sérstaklega með tilliti til nýgengis krabbameins. Vísað var til erlendra rannsókna sem þóttu gefa til kynna krabbameinshættu af völdum rafsegulsviðs.

Árið 2004 svaraði Þorgeir Sigurðsson, þáverandi fagstjóri ójónandi geislunar hjá Geislavörnum ríkisins, fyrirspyrn á Vísindavefnum um hversu nálægt háspennulínum sé talið óhætt að búa. Samkvæmt íslenskum reglugerðum frá árinu 1971 eru viðmiðunarmörkin um 10 metrar. En þar er tekið mið af slysahættu, t.d. að háspennulínur sláist utan í mannvirki ef staurar brotna í illviðrum.

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna er grunnurinn að spennustöðinni, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, um 19,5 metra frá svefnberbergisglugganum hans og um 15 metra frá stofuglugganum. Grunnurinn er í brekku beint fyrir utan húsið.

(Aðsend mynd)

Í svari Þorgeirs á Vísindavefnum kemur fram að óvissa ríki um krabbameinshættu frá háspennulínum. Helst hafi athygli manna beinst að barnahvítblæði hvað þetta varðar en í rannsóknum þar að lútandi sé mjög erfitt að meta hvort segulsvið sé í raun orsakavaldur að barnahvítblæði sem sé mjög sjaldgæfur sjúkdómur. Ennfremur er bent á að segulsvið með svipuðum styrkleika og háspennulínur sé víða að finna í umhverfi manna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“