fbpx
Þriðjudagur 20.janúar 2026
Fréttir

Stefnir í að sóttkví verði beitt meira aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 14:14

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að leggja til að Íslendingar sem koma til landsins, sem og útlendingar með búsetu á Íslandi sem koma til landsins, verði settir í 4-5 daga sóttkví eftir komu og þeir síðan skimaðir á ný.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna um kórónuveirufaraldurinn.

Helsta ástæðan fyrir þessum áformum er sú að dæmi eru um að fólk hafi ekki greinst með nýlegt smit við komu en smit hafi greinst síðar. Þórólfur sagði að þessi áform krefjist mikillar skipulagningar.

Þórólfur leggur ennfremur til að Íslendingar eða útlendingar búsettir hér sem koma til landsins fari mjög varlega fyrstu tvær vikurnar. Þeir þurfi ekki að vera beinlínis í sóttkví en æskilegt er að atferli þeirra sé sem næst því að vera í sóttkví.

Af þeim fjórum smitum sem greindust á landamærunum síðasta sólarhring eru tvö gömul smit. Hugsanlegt er að það gildi um þriðja smitið líka en niðurstöður eru ekki komnar.

Um 20.000 manns hafa komið til landsins síðan landamæraskimun hófst og slakað var á kröfum um sóttkví. Af þeim hafa um 15.000 verið skimaðir og niðurstöður eru aðeins sex virk smit. Þórólfur segir að það sé hvetjandi að ekki hafi fundist meira smit en raun ber vitni.

Gjaldtaka vegna skimunar hófst í dag. Það kostar 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. Talið er að gjaldtaka hafi gengið vel í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl

Sendur til Íslands gagngert til þess að selja fíkniefni – Sagði „einhvern mann“ í miðbænum hafa gefið sér bíl
Fréttir
Í gær

Jón Pétur Zimsen: „Aðeins 2% nemenda skilja flókna texta, 98% skilja þá ekki“

Jón Pétur Zimsen: „Aðeins 2% nemenda skilja flókna texta, 98% skilja þá ekki“
Fréttir
Í gær

Kona ákærð fyrir hættulega líkamsárás inni á Exit

Kona ákærð fyrir hættulega líkamsárás inni á Exit
Fréttir
Í gær

Yfir eitt hundrað tilnefningar til Viðurkenninga FKA

Yfir eitt hundrað tilnefningar til Viðurkenninga FKA
Fréttir
Í gær

Minnst 39 látnir eftir slysið á Spáni – Sérfræðingar sagðir afar undrandi

Minnst 39 látnir eftir slysið á Spáni – Sérfræðingar sagðir afar undrandi