fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Stefnir í að sóttkví verði beitt meira aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 1. júlí 2020 14:14

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ætlar að leggja til að Íslendingar sem koma til landsins, sem og útlendingar með búsetu á Íslandi sem koma til landsins, verði settir í 4-5 daga sóttkví eftir komu og þeir síðan skimaðir á ný.

Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna um kórónuveirufaraldurinn.

Helsta ástæðan fyrir þessum áformum er sú að dæmi eru um að fólk hafi ekki greinst með nýlegt smit við komu en smit hafi greinst síðar. Þórólfur sagði að þessi áform krefjist mikillar skipulagningar.

Þórólfur leggur ennfremur til að Íslendingar eða útlendingar búsettir hér sem koma til landsins fari mjög varlega fyrstu tvær vikurnar. Þeir þurfi ekki að vera beinlínis í sóttkví en æskilegt er að atferli þeirra sé sem næst því að vera í sóttkví.

Af þeim fjórum smitum sem greindust á landamærunum síðasta sólarhring eru tvö gömul smit. Hugsanlegt er að það gildi um þriðja smitið líka en niðurstöður eru ekki komnar.

Um 20.000 manns hafa komið til landsins síðan landamæraskimun hófst og slakað var á kröfum um sóttkví. Af þeim hafa um 15.000 verið skimaðir og niðurstöður eru aðeins sex virk smit. Þórólfur segir að það sé hvetjandi að ekki hafi fundist meira smit en raun ber vitni.

Gjaldtaka vegna skimunar hófst í dag. Það kostar 11.000 krónur að fara í kórónuveiruskimun á flugvellinum, sé greitt á staðnum en 9.000 krónur sé greitt fyrirfram. Talið er að gjaldtaka hafi gengið vel í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað

Ljósi varpað á það sem gerðist í jólaboði Conan O‘Brien – Nokkrum tímum síðar átti harmleikurinn sér stað
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“
Fréttir
Í gær

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“

Lögreglan neyddi Simon til að gefa falskan vitnisburð: „Þremur vélbyssum var miðað á höfuðið á mér“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“

Sólveig Anna með óvænta skoðun á styttingu atvinnuleysisbótatíma – „Nú verð ég sennilega drepin“
Fréttir
Í gær

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“

Líflegar umræður eftir að Stefán Máni sagði það pólitískan réttrúnað að segja „gleðilega hátíð“ – „Þetta er innflutt tuð“