fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Viðurkenndi sölu á hlaupböngsum sem innihéldu fíkniefni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. júní 2020 17:12

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær íslenskan karlmann á fimmtugsaldri vegna gruns um að hann hefði selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. Maðurinn játaði sök.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Eins og greint var frá í fréttum í síðasta mánuði veiktust tvær unglingsstúlkur alvarlega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Sælgætið höfðu þær þegið af ungum manni sem keypti það af eldri manni.

Lögreglan gerði húsleit hjá manninum, sem handtekinn var í gær, að fenginni heimild. Á heimili hans fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu, þar á meðal á hlaupböngsum. Maðurinn játaði að hafa framleitt fíkniefni og selt þau um í nokkurn tíma. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála.

Rannsókn málsins er á lokastigi, að sögn lögreglu sem birtir í lok tilkynningar sinnar þessi mikilvægu skilaboð:

„Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“

Þorgerður varð hugsi yfir skilti Baldvins – „Íslenskt hugrekki í hnotskurn“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“