fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Katrín vildi frekar tala við blaðamann en rífast við Kára í símanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júní 2020 10:03

Mynd - Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmtileg fréttaskýring um baráttu Íslendinga við COVID-19 í tímaritinu The New Yorker hefur vakið töluverða athygli. Þar er meðal annars greint frá því að blaðamaðurinn hafi fengið undanþágu frá reglum um tveggja vikna sóttkví fyrir atbeina Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Í greininni er meðal annars farið yfir hvernig smitrakningartreymi lögreglunnar varð til og hvernig það starfaði og þá niðurstöðu að Íslendingar séu sem stendur búnir að ráða niðurlögum veirunnar. Fjallað er um lamandi áhrif faraldursins á ferðaþjónustuna á Íslandi og rætt við eigendur túristabúða í miðbænum. Sagt er frá því að flest smit í Vestmannaeyjum hafi orðið á handboltaleik og í leiðinni er handboltaíþróttinni lýst fyrir bandarískum lesendum sem flestum er hún framandi.

Smæð samfélagsins birtist með skemmtilegum hætti þegar höfundur greinarinnar, Elizabeth Kolbert, fær óvænt viðtal við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Elizabeth var þá að velta vöngum yfir hvernig Íslendingar ætla að framkvæma skimunina á ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli frá og með 15. júní og er að ræða þetta við Kára Stefánsson þegar hann segir:

„„Viltu tala við forsætisráðherrann?“ Ég sagði já auðvitað. Hann hringdi í fjölmiðlafulltrúann hennar sem svaraði, svo hringdi hann beint í Jakobsdóttur sem svaraði.“

Örstuttu síðar hitti blaðamaðurinn Katrínu á skrifstofu hennar í Stjórnarráðinu. Katrín sagði þá við hana að hún hefði samþykkt viðtalið meðal annars vegna þess að það væri auðveldara en að rífast við Kára Stefánsson.

Síðan segir Katrín henni í stuttu máli frá því hvers vegna Íslendingar hafi náð svona góðum árangri í baráttunni við COVID-19 og hvað sé framundan þegar byrjað verður að taka á móti ferðamönnum.

Greinin er öll afar lipurlega skrifuð og skemmtileg og við mælum eindregið með henni. Smella hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Í gær

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði

Síldarvinnslan hættir rekstri fiskmjölsverksmiðju á Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025

Valin besta fyrirtækjatölvan 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eik nýr styrktaraðili FKA

Eik nýr styrktaraðili FKA