fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Unglingsstúlkur á Suðurnesjum fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús – Morfín og kannabis í hlaupböngsum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 24. maí 2020 11:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem í umferð sé sælgæti,  hlaupbangsar, sem innihaldi hættuleg fíkniefni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum greinir frá því að tvær unglingsstúlkur, 13 og 14 ára, hafi verið fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús og við sýnatöku kom í ljós að þær höfðu innbyrt kannabisefni og morfín.

Báðum stúlkum hafði verið boðið hlaupsælgæti sem innihélt fíkniefni. Stúlkurnar voru ekki meðvitaðar um að sælgætið innihéldi fíkniefni. Lögregla hefur yfirheyrt þann sem bauð stúlkunum hlaupið.

Fréttatilkynning lögreglunnar vegna málsins er eftirfarandi orðrétt:

„Ábending til foreldra varðandi hlaupbangsa (Gummy bears) sem innihalda kannabis og hugsanlega fleiri efni.

Um helgina komu upp 2 mál hjá okkur þar sem 13 og 14 ára stúlkur voru fluttar meðvitundarlausar á sjúkrahús. Talið var í fyrstu að um veikindi væri að ræða en við sýnatöku kom í ljós að þær höfðu innbyrt kannabisefni og morfín. Rannsókn leiddi til þess að stúlkurnar voru á sama stað fyrr um kvöldið og var þeim báðum boðið að fá sér hlaup. Ómeðvitaðar hvað væri í hlaupinu þá fengu þær sér og enduðu þær báðar á sjúkrahúsi. Málin bárust til okkar og rannsókn leiddi í ljós að stúlkurnar höfðu fengið þetta hjá ungum aðila sem hafði sjálfur keypt þetta af sér eldri manni. Sjálfsagt er um að ræða forvitni hjá unga fólkinu. Foreldrar þessara krakka spurðu okkur ítrekað hvar fá börnin þessi efni?

Aðgengi að fíkniefnum er afar auðvelt og fyrir þann sem hefur verið bent á hvernig þetta er gert þá tekur það ekki nema nokkrar mínútur að verða sér úti um efni. Við fórum og ræddum við þann sem lét stúlkurnar hafa hlaupið og var hann yfirheyrður varðandi málið. Foreldrar þessara krakka ásamt barnavernd eru nú að vinna í því í sameiningu að aðstoða börn sín varðandi þessa reynslu og unga manninum sem varð sér úti um þetta var brugðið er hann sat fyrir framan rannsóknarlögreglumann og áttaði hann sig á alvarleika málsins.

Við viljum brýna fyrir foreldrum að ræða þetta við börnin ykkar og fræða þau um þessar hættur sem eru þarna úti. Sá sem þetta ritar gerði sér ferð á veraldarvefinn og eftir stutta stund þar þá er gríðarlega auðvelt að búa til þetta hlaup og hægt er að steypa það í hvaða form sem er, hvort sem það eru hlaupbangsar eða hvað sem er. Verra er þó að í þetta er hægt að setja hvað sem er, eins og í því tilfelli sem er nefnt hér að ofan þá var einnig að finna morfín í þeim sýnum sem tekin voru úr stúlkunum. Í þetta er til dæmis hægt að setja allskyns sterk lyf eins og Contalgin eða Oxycontin og þá þarf ekki að spyrja að leikslokum ef 13 ára gamalt barn innbyrði slíkt hlaup.

Endilega ræðið þetta við börnin ykkar og takið spjallið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast