fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Kona sem vann á gistihúsi á Íslandi fékk 30 þúsund krónur fyrir tveggja mánaða vinnu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 2. maí 2020 19:48

Skjáskot af myndbandi um vinnuþrælkun. Tengist frétt ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umræðu um mansal hefur vinnumansal fallið nokkuð í skuggann af umræðu um kynlífsþrælkun og barnaþrælkun. Á Íslandi er vinnumansal hins vegar algengasta birtingarmynd mansals og vinnueftirlitsaðilar á vegum ASÍ rekast á dæmi um slíkt næstum því daglega.

Birtingarmyndir vinnumansals hér á Íslandi eru oftast þær að einstaklingar eru blekktir til að koma til landsins, loforð og samningar eru svikin og þessu fólki oft haldið í einangrun og án upplýsinga um rétt sinn.

ASÍ fjallar um vinnumansal í nýju myndskeiði sem finna má á vef sambandsins og í spilaranum hér fyrir neðan fréttina. Er þar rætt við Maríu Lóu Friðjónsdóttur, verkefnastjóra vinnustaðaeftirlits ASÍ, og Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, sérfræðing í dómsmálaráðuneytinu.

„Ég get t.d. nefnt dæmi um konu sem var að vinna á gistihúsi úti á landi. Eftir tveggja mánaða vinnu stóð hún uppi með 30 þúsund krónur í vasanum,“ segir María en vinnumansal er algengast í byggingariðnaði og var það einnig til skamms tíma í ferðaþjónustu, sem nú er í tímabundnu frosti vegna kórónuveirunnar. Umrædd kona vann á afskekktu gistiheimili og vinnudagur hennar var frá klukkan sjö á morgnana og langt fram á kvöld. Konunni hafði verið lofað góðum launum en hún var að vinna sér fyrir námi. Segir María að miklar lygar og blekkingar hafi verið í þessu máli.

María segir að allt að 400 manns tengist vinnumansali á Íslandi. Stundum sé þetta hrein og klár nauðungarvinna sem fólk lendir í. „Það eru dæmi um að fórnarlömbin komi út í mínus eftir mánaðarvinnu þar sem alls kyns kostnaður sé dreginn frá „launum“.“

Svala svarar fyrir hvað verið sé að gera af hálfu dómsmálaráðuneytisins til að vinna gegn vinnumansali. Sjá viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi