fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Bílar fyrir framan nánast alla sumarbústaði – Þúsundir Íslendinga halda áfram að ferðast

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 13:00

© 365 ehf / Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá í morgun þá ferðaðist fjöldi manns austur fyrir fjall í gær, daginn fyrir páska. Landmenn virðast ennþá vera á faraldsfæti, en á vef vegagerðarinnar er hægt að fylgjast með því hversu margir bílar keyra um landið.

Frá því á miðnætti þangað til að þessi frétt er skrifuð hafa: 1099 keyrt frammhjá Ingólfsfjalli, 873 framhjá blikdalsá ( á milli Kjalarness og Hvalfjarðarganga), 1424 farið Reykjanesbrautina og 1175 í gegnum Sandskeið (á milli Reykjavíkur og Þingvalla). Tölurnar eiga við um ferðir í báðar áttir í öllum tilfellum og þær halda áfram að aukast.

Þessar upplýsingar virðast sýna að landsmenn fari þvert á skilaboð Víðis Reynissonar og almmanavarna, yfirlögregluþjóns sem hefur margbeðið fólk um að vera heima um páskana.

Björn Leví, þingmaður Pírata, hefur tjáð sig um þessar ferðir íslendinga, er hann deildi frétt DV á Facebook.

„Það eru alltaf einhverjir sem hugsa að það verði nú enginn á ferðinni og þau eru nú ekki í áhættuhóp og allt þetta. Það sleppur alveg að einn og einn fari.

Vandamálið er að þessir einhverjir eru bara ansi margir. Almennt séð þá kallast þetta að hugsa um eigið rassgat fyrst. Það er mjög eðlilegt, alla jafna. Ekki hægt að kenna fólki um slíkt. En þegar það getur verið skaðlegt fyrir aðra þá er það ekki eðlilegt lengur.“

Í hádegisfréttum Bylgjunnar kom fram að fjöldi fólks ætlaði sér að vera í Bláskógabyggð, einni stærstu sumarbústaðabyggð á landinu, um Páskanna. Þar með er fólk ekki að fylgja fyrirsettum tilmælum. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógarbyuggðar sagði að það væri mikið ábyrgðarleysi af fólki að fara í sumarbústað. Helgi sagði að jafnframt að það væru bílar fyrir framan nánast öll sumarhúsin.

„Ég segi bara alveg eins og er, ég skil ekkert í þessu fólki,“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Arftaki Mourinho klár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Faðir Oscars ákærður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“

Allt á suðupunkti eftir atburði næturinnar: „Staðan er alvarleg“
Fréttir
Í gær

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega

Ung Akureyrarmær í vanda – Ferðin til Alicante endaði hörmulega
Fréttir
Í gær

Réðst á dyravörð á Akureyri

Réðst á dyravörð á Akureyri
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“

Guðmundur Ingi: „Ekki svo að útlendingar fremji hlutfallslega fleiri alvarleg brot“
Fréttir
Í gær

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“

Hótelverðið fjórfaldaðist á fjórum árum – „Þetta svakalega verðlag er erfitt fyrir Íslendinga líka“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns

Ríkissaksóknari ógildir ákvörðun lögreglunnar – Bjó við stanslausar hótanir og varð fyrir árás grímuklædds manns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana