fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fréttir

Gísli Gunnarsson er látinn: „Við kveðjum í dag góðan félaga með tár á hvarmi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. apríl 2020 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Gunnarsson, doktor í sagnfræði og prófessor við Háskóla Íslands, er látinn, 82 ára að aldri.

Gísli lét mikið að sér kveða í þjóðfélagsumræðunni og var virkur í pólitísku starfi, fyrst í Alþýðubandalaginu og síðar í Samfylkingunni.

Gísli var fjölfróður og skemmtilegur samræðufélagi og síðustu árin var hann ötull þátttakandi í lifandi umræðu á samfélagsmiðlum. Ingibjörg Stefánsdóttir minnist Gísla með þessum orðum á Facebook:

„Gísli Gunnarsson er fallinn frá. Það var alltaf gaman að spjalla við Gísla og hér á facebook var sérlega áhugavert að fylgjast með því hvernig hann rökræddi hér, sýndi þolinmæði og umburðarlyndi fyrir flestu nema illmælgi og því að kunna ekki að fara með heimildir. Hann hélt áfram að kenna, þó hann væri formlega orðinn prófessor emeritus en ekki lengur sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Gísli var einn þeirra sem maður hitti gjarnan á vikulegum fundum Samfylkingarfélagsins í Reykjavík en hann átti það líka til að koma í Friðarhús að hitta aðra hernaðarandstæðinga. Svo var hann líka einn af stofnendum Siðmenntar. Góður maður, sósíaldemókrati, friðarsinni, fræðimaður, afi og lærifaðir. Hans verður sárt saknað.“

Stefán Pálsson sagnfræðingur minnist einnig Gísla:

„Gísli Gunnarsson prófessor í sagnfræði er víst látinn. Það er sorgarfregn. Ég kynntist Gísla í Alþýðubandalaginu og lærði margt af honum um pólitík. Í sagnfræðinni í Háskólanum var hann eftirlætiskennarinn minn – raunar vorum við nokkrir félagarnir uppnefndir „drengirnir hans Gísla“ af þeim sem fannst nóg um vinfengi okkar. Þar sem ég var fulltrúi í sagnfræðiskor og stjórn heimspekideildar var Gísli haukur í horni og fylgdi stúdentum frekar en kennarastofunni í ýmsum málum. Fyrir utan fræðin og pólitíkina tókst með okkur góð persónuleg vinátta. Ég mun sakna hans mikið.“

Gísli var einn af stofnendum Siðmenntar og er hans minnst á vefsíðu félagsins:

„Gísli Gunnarsson, prófessor emeritus í sagnfræði við Háskóla Íslands og einn af stofnfélögum Siðmenntar, er látinn 82 ára að aldri.

Gísli var ötull talsmaður Siðmenntar frá upphafi og eftir hann liggja fjölmargar blaðagreinar um málstað félagsins. Þá hélt hann fyrirlestra um húmanisma og þýddi Stefnuyfirlýsingu húmanista yfir á íslensku. Gísli var einnig í fremstu víglínu hinnar áralöngu baráttu Siðmenntar fyrir því að fá formlega lagalega skráningu sem lífsskoðunarfélag, til jafns við trúfélög í landinu.

Árið 2008 var Gísli útnefndur heiðursfélagi Siðmenntar fyrir vönduð og óeigingjörn störf og mikilvægt framlag í þágu húmanisma á Íslandi. Hann var virkur í starfi Siðmenntar alla tíð, bæði sem stjórnarmaður um tíma og sem almennur félagsmaður seinni ár. Gísli gegndi stöðu varaformanns um skeið og var formaður félagsins um tíma.

Síðustu ár var Gísli skoðunarmaður reikninga félagsins, sem var staða sem hann leysti með sóma, enda með glöggt auga fyrir tölum.

Við kveðjum í dag góðan félaga með tár á hvarmi, og sendum aðstandendum Gísla, ættingjum og vinum, okkar allra dýpstu samúðarkveðjur.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Í gær

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi
Fréttir
Í gær

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“

Undarleg sending beið Brynjars á nýju ári – „Mun Soffía loks gefast upp og skilja við mig“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg

Sigurður Kári segir Sjálfstæðisflokkinn eina hægri flokkinn – Framtíðarsýn Miðflokksins sé fátækleg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun

Erfið nýársnótt á höfuðborgarsvæðinu – Hnífsstunga, eldar, flugeldaslys og ölvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur

Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur