fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
Fréttir

Tengja aukið heimilisofbeldi vegna COVID-19 við dauðsföll tveggja kvenna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. apríl 2020 20:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópurinn Líf án ofbeldis hefur sett myndina hér að neðan í dreifingu á samfélagsmiðlum:

Talið er að aukin heimavera vegna kórónuveirufaraldursins auki hættu á heimilisofbeldi og auki á einangrun kvenna sem búa við ofbeldi. Undanfarið hafa tvær konur látist, önnur í Sandgerði og hin Hafnarfirði, þar sem grunur leikur á að andlát hafi borið að höndum af mannavöldum. Tekið skal fram að ekki er hægt að fullyrða að slík sé raunin en lögregla rannsakar málin núna sem möguleg manndráp. Ennfremur er ekki hægt að fullyrða að atvikin séu hluti af þróun sem lýsi auknu heimilisofbeldi. Engu að síður eru atvikin mörgum áminning um að samfélagið verði að vera vakandi fyrir heimilisofbeldi – alltaf, en alveg sérstaklega núna á þeim sérstæðu og erfiðu tímum sem fara í hönd.

Við myndina birtir hópurinn eftirfarandi texta og upplýsingar um símanúmer fyrir þá sem búa við heimilisofbeldi:

Við hvetjum yfirvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja öryggi kvenna og barna sem lifa við ofbeldi á tímum sóttvarna og samkomubanns. Líf eru í húfi ❤️
Kvennaathvarfið 561 1205
Bjarmahlíð Akureyri 551 2520
Bjarkarhlíð Reykjavík 553 3000
Stígamót 562 6868 / 800 6868

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist

Danir opna fyrir Íslendingum en ekki er allt sem sýnist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu

GDRN sýnir á sér nýja hlið í íslensku Netflix-þáttaröðinni Kötlu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“

„Það er ekkert smekklausara en þegar að smitsjúkdómalæknir reynir að vera fyndinn!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“

Dóra Björt beðin um afsökunarbeiðni – „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir

Ferðamenn borgi fyrir skimunina sjálfir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag

Bláa Lónið segir upp 403 manns í dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjórir handteknir í Garðabæ

Fjórir handteknir í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli

Héraðsdómur nafngreinir ungan mann í viðkvæmu kynferðisbrotamáli