fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Blóðug átök í biðröð við salerni – Sagði að dömurnar ættu að ganga fyrir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. mars 2020 15:26

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur tveggja kornungra manna um hvort dömurnar ættu að ganga fyrir í biðröð fyrir utan salerni á skemmtistað leiddu til blóðugra átaka. Ákærði í málinu var aðeins rétt tvítugur þegar atvikið átti sér stað, í nóvember árið 2017, en mjög hefur dregist að rétta í málinu.

Atvikið átti sér stað á skemmtistað í Reykjavík. Var ungi maðurinn ákærður fyrir að hafa slegið mann með glerglasi í andliti svo glasið brotnaði við höggið, og í beinu framhaldi slegið hann með tveimur til þremur hnefahöggum í andlitið svo hann féll í gólfið. Af árásinn hlaut brotaþoli marga skurði í andlitið sem sauma þurfti með tuttugu og einu spori; skurði á enni, nefi og yfir vörum.

Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir aðra líkamsárás í apríl árið 2018, að hafa slegið mann með flötum lófa í andlitið og skömmu síðar slegið hann með glerflösku í hnakkann. Af árásinni hlaut brotaþoli skurð á hnakkann sem sauma þurfti með fórum sporum.

Varðandi fyrra atvikið þá var kveikjan að því stuttar deilur mannanna um hvort konur ættu að hafa forgang að salerninu á skemmtistaðnum. Brotaþoli sveif á ákærða með þessa fullyrðingu og eftir orðaskipti þeirra skallaði brotaþoli hinn ákærða. Ákærði bar við sjálfsvörn en dómurinn mat að viðbrögð hans hefðu verið langt fram úr hófi. Báðir mennirnir voru mjög ölvaðir.

Skaðabótakröfum á hendur ákærða var vísað frá dómi vegna formgalla en hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þessar tvær líkamsárásir. Hann þarf að greiða nokkuð á aðra milljón samtals í sakarkostnað og málsvarnarlaun.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð