fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Almannavarnir fá toppeinkunn hjá þjóðinni – Ánægja með viðbrögð við COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 27. mars 2020 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun MMR bera 91% landsmanna mikið traust til Almannavarna  í tengslum við viðbrögð við útbreiðslu kórónuveirunnar.  Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 20. mars 2020 og var heildarfjöldi svarenda 1.081 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Þetta eru helstu niðurstöður könnunarinnar samkvæmt fréttatilkynningu MMR:

  • Um níu af hverjum tíu landsmönnum bera mikið traust til almannavarna (91%) og heilbrigðisstofnana (88%) í tengslum við viðbrögð þeirra við útbreiðslu kórónaveirunnar og 4 af hverjum fimm bera mikið traust til lögreglunnar (82%).
  • Fimmti hver Íslendingur ber lítið traust til ríkisstjórnarinnar (21%) og rúmlega fjórðungur segist bera lítið traust til alþingis (27%), bankanna (28%) og lífeyrissjóðanna (25%).
  • Traust til ríkisstjórnarinnar fór vaxandi með auknum aldri svarenda en 59% svarenda elsta aldurshópsins kváðust bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar, samanborið við 44% þeirra 18-29 ára. Þá voru svarendur 50 ára og eldri einnig líklegri til að segjast bera mikið traust til almennings í landinu (59%), bankanna (30%) og lífeyrissjóðanna (24% 50-67 ára; 23% 68 ára og eldri) heldur en yngri svarendur.
  • Heil 99% vélafólks og ófaglærðra kváðust bera mikið traust til almannavarna en námsmenn (79%), þjónustu- og afgreiðslufólk (85%) og þeir svarendur sem ekki voru útivinnandi (89%) voru ólíklegust til að segjast bera mikið traust til almannavarna.
  • Traust til ríkisstjórnarinnar mældist mest á meðal stuðningsfólks Sjálfstæðisflokksins (79%) og Vinstri-grænna (76%) en stuðningsfólk Miðflokksins (26%) og Pírata (29%) reyndist ólíklegast til að segjast bera mikið traust til ríkisstjórnarinnar í tengslum við viðbrögð hennar við útbreiðslu kórónaveirunnar. Hið sama var uppi á teningnum þegar kom að trausti til Alþingis, stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins (62%) og Vinstri-grænna (55%) reyndist líklegast til að segjast bera mikið traust til þingsins en stuðningsfólk Miðflokksins (17%) og Pírata (26%) ólíklegast.

Sjá nánar á vefsíðu MMR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“