fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fréttir

Unnar brast í grát vegna vandamáls sem margir glíma við – „Það er skrýtið og úr háum söðli að falla“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. mars 2020 17:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er skrýtið og úr háum söðli riddarans og hvíta hestinum að falla að vitandi að hafa nákvæmlega ekkert til þess unnið að upplifa skömm. Já, skömm fyrir það eitt að þyggja hjálp.“

Svona hófst ræða Unnars Erlingssonar, grafísks hönnuðar, um skömmina við það að þyggja hjálp en Öryrkjabandalag Íslands deildi ræðu Unnars á Facebook-síðu sinni. „Skömm er þungur baggi að bera,“ skrifaði Öryrkjabandalagið þegar Unnar stoppaði og brast í grát í ræðunni.

Fréttatíminn fjallar um myndband Öryrkjabandalagsins en þar segir að Unnar hafi vaknað við þann veruleika að geta ekki lengur séð fyrir fjölskyldu sinni.

„Ég fór með peninga, stuðnings til þess að eiga í sig og á,“ hélt Unnar áfram. „Hlustaði á sögurnar um meinta bótasvikara og fólkið sem lifir á kerfinu. Kerfinu sem einmitt ég og þú komum á fót, til þess einmitt að mæta fólki í okkar stöðu.“

„Hvað þarft þú í ráðstöfunartekjur ef þú missir starfsgetuna?“ spurði Öryrkjabandalagið í lok myndbandsins. „Ríkið hefur ákveðið að þér dugi 220.000 krónur, ævina á enda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum