fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fjöldauppsagnir hjá Bláa Lóninu – Hátt í 200 manns misstu vinnuna í dag – „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að tryggja rekstur fyrirtækisins“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 26. mars 2020 18:06

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var 164 starfsmönnum Bláa Lónsins sagt upp. Helga Árnadóttir,framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþróunarsviðs Bláa Lónsins, staðfesti þetta í samtali við DV.

Helga sagði þetta vera gert vegna COVID-19 faraldursins en fyrir stuttu þurfti Bláa Lónið að loka vegna faraldursins. Helga segir þessum starfsmönnum hafa verið sagt upp til að vernda hin 600 störfin sem eftir eru. „Já þetta eru fordæmalausar aðstæður, það verður lokað út apríl, fullkomin óvissa um framhaldið og það er afar mikilvægt að tryggja rekstur fyrirtækisins og rekstur til framtíðar.

Fyrir stuttu varð til mikil umræða á Twitter eftir að Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar birti í kvöld færslur á Twitter, þar sem hann gagnrýndi stjórn Bláa lónsins. Siggeir sagði galið að fyrirtæki væri að reiða sig á úrræði ríkisstjórnarinnar til að borga starfsmönnum laun, þegar að arðgreiðslur til stjórnenda fyrirtækisins hefðu verið fjórir milljarðar í fyrra.

Helga var spurð út í það hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir uppsagnirnar ef greiddur hefði verið minni arður undanfarin ár. Helga svaraði því og sagði þetta vera fordæmalausa tíma. Hún hefði ekkert að segja um arðgreiðslur heldur er það stjórnin sem ákveður það. Þá minntist hún einnig á að skattspor fyrirtækisins hafi verið tæpir 6 milljarðar í fyrra. „Það sem við erum fyrst og fremst að gera er að tryggja rekstur fyrirtækisins og verja hin 600 störfin til framtíðar við þessar fordæmalausu aðstæður sem við búum við í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“