fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Liðlega sjötug kona lést á Landspítalanum af völdum COVID-19

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 24. mars 2020 00:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta tölublaði Fréttablaðsins kemur fram að eldri íslensk kona, með undirliggjandi sjúkdóm, sé látin vegna COVID-19 sjúkdómsins. Hún lést í gær, mánudaginn 23. mars, og var þar af leiðandi fyrsti Íslendingurinn til að látast af veirunni sem herjað hefur á heiminn undanfarna mánuði.

Fréttablaðið hafði samband við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, en hún vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Það sama má segja um Þórólf Gunnarsson, sóttvarnarlækni.

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum er um annað andlátið að ræða hérlendis, en ástralskur ferðamaður á Húsavík lést vegna veirunnar í seinustu viku.

Líkt og flestum er kunnugt ríkir nú samkomubann sem á við um allar samkomur þar sem að fleiri en tuttugu manns koma saman. En samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa verið greind 588 smit af veirunni hérlendis. Þau gætu þó verið talsvert fleiri vegna skorts á sýnatökupinnum.

Uppfært klukkan 07:50

Landspítalinn birti tilkynningu á heimasíðu sinni nú í morgun þar sem fram kemur að liðlega sjötug kona hafi látist á smitsjúkdómadeild spítalans af völdum COVID-19 veirunnar. Fram kemur að konan hafi áður glímt við langvarandi veikindi.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv