fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Fréttir

Frosti segir Þórólf stefna lífi Íslendinga í hættu – Meðan Danir svara kallinu er málið í nefnd á Íslandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 12. mars 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir það til skammar hvernig sóttvarnalæknir, Þórólfur Guðnason, frestar ákvörðunartöku hvað varðar COVID-19 vírusinn. Frosti löngu komin tími á harðari aðgerðir. Þórólfur sagði á blaðamannafundi áðan að starfshópur væri að skoða málið.  Á Facebook segir Frosti:

„Sóttvarnarlæknir segir: Alls 1000 sýni hafa verið rannsökuð og 109 greinst með veiruna. Í sóttkví eru 900 manns. Tveir komnir í einangrun á spítala. Sóttvarnarlæknir segir óljóst hvernig eigi að beita samkomubanni. Segir þetta allt í vinnslu. Heilbrigðisráðherra ákveður það að lokum. Skýrist á allra næstu dögum…“

Hann segir þetta galna hegðun andspænis COVID-19 veirunni. „Þetta úrræðaleysi og frestunarárátta er í raun ákvörðun um að veiran fái næði til að tvöfalda útbreiðslu sína í samfélaginu en það gerir hún á 3-4 daga fresti nema samkomubann sé ákveðið. Fjöldi smita í samfélaginu er óþekktur og afleiðing þess að leyfa þeim að tvöfaldast er áhættusamt. Það getur leitt til þess að heilbrigðiskerfið fari hér á hliðina. Þá verður ekki hægt að veita öllum þá þjónustu sem þörf er á – Ítalskir læknar þekkja þá hörmung sem þá blasir við,“ segir Frosti.

Hann bætir því við að helstu nágrannalönd okkar séu að bregðast örðu vísi við, þó smithlutfallið sé lægra þar: „Danir, Norðmenn, Írar og fleiri þjóðir hafa svarað ákalli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þær taka ekki neina áhættu og grípa til harðra aðgerða gegn veirunni. Þetta úrræða- og aðgerðaleysi sóttvarnarlæknis er skelfilegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Í gær

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Í gær

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“

Ibrahim lofar munaðarleysingjaheimili Óla í Kenýa – „Þetta hjálpaði mér andlega og ég lærði svo mikið af þeim“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu

Nánasti samstarfsmaður Úkraínuforseta sagði af sér og ætlar í fremstu víglínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“

Þórhallur segir Sigríði ekki eiga að trúa Herdísi – „Fréttastofa Sýnar, Vísir og Bylgjan eru alls ekki ósjálfbær“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“

Jón Steinar tekur Símon Grimma til bæna fyrir sératkvæðið – „Í reynd er lögbrot hans alvarlegra“