fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Framkvæmdastjóri Iceware: Vanhugsað að loka Laugaveginum enda á milli – „Neikvæð áhrif á alla“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi áform þarf að endurskoða strax áður en frekari skaði er skeður,“ segir Aðalsteinn I. Pálsson, framkvæmdastjóri Iceware/Drífu, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þar skrifar Aðalsteinn um skipulagsmálin við verslunargötur í miðborginni og óskar hann eftir samtali við Dag B. Eggertsson borgarstjóra vegna þeirra. Aðalsteinn hefur talsverðar áhyggjur af áformum um að verslunargötur, Laugavegur og Skólavörðustígur sem dæmi, verðir göngugötur allt árið um kring. Icewear/Drífa ehf. rekur fimmtán verslanir undir nöfnum Icewear Magasín, Icewear og Icemart, en átta af þeim staðsettar í miðborginni.

Taki mið af hagsmunum allra

„Skipulag við skilgreindar verslunargötur verður að taka mið af hagsmunum allra hagsmunaaðila, þ.e. rekstraraðila, viðskiptavina og íbúa. Bæði íbúa á svæðinu sjálfu sem og þeirra sem búa lengra frá en vilja sækja miðborgina. Gott aðgengi viðskiptavina er lykilatriði svo verslun megi blómstra og fjölbreytt framboð eykur aðsókn í ákveðin svæði,“ segir Aðalsteinn.

Hann segir að miðborg Reykjavíkur sé ekki beinlínis eins og miðborgir í öðrum löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Síbreytilegt veðurfar og þær fáu samgönguleiðir sem bjóðast séu frábrugðnar því sem gengur og gerist erlendis.

„Þetta eru þættir sem mikilvægt er að taka tillit til þegar framtíðarskipulag aðalverslunargötu miðborgarinnar okkar er unnið. Áform borgarstjórnar um að skerða aðgengi fólks og fækka bílastæðum við Laugaveg, Skólavörðustíg og Hlemm og gera um leið sömu götur að göngugötum árið um kring munu koma til með að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir rekstur verslana á þessu svæði. Áform um að loka Laugaveginum enda á milli eru líka mjög vanhugsuð. Þessi skerðing á aðgengi og fækkun bílastæða hefur í raun neikvæð áhrif á alla hagsmunaaðila á svæðinu, t.a.m. hótelgesti, viðskiptavini verslunar og þjónustu og síðast en ekki síst íbúa á svæðinu,“ segir hann.

Ekki á móti öllum lokunum

Aðalsteinn tekur fram að hann sé ekki á móti öllum götulokunum, þvert á móti hafi hann góða reynslu af lokunum þar sem þær eiga við, til dæmis neðsta hluta Laugavegar, Skólavörðustígs og í Bankastræti þegar heimsóknir ferðamanna ná hámarki yfir sumartímann.

„Þá daga iðar miðborgin af mannlífi sem aldrei fyrr og skemmtileg stemning myndast við þennan stutta kafla. Við sem stundum miðborgina þekkjum líka þá staðreynd að þessar sömu götur eru ekki iðandi af mannlífi yfir kalda vetrarmánuðina. Þá er nauðsynlegt að göturnar séu opnar fyrir umferð til að ýta undir frekara mannlíf. Þetta eru mikilvægir þættir sem hafa ber í huga þegar við í sameiningu höldum áfram að skipuleggja og þróa miðborgina okkar í rétta átt.“

Af þessum ástæðum kveðst Aðalsteinn óska eftir samtali við borgarstjóra „með það markmið að koma fram mikilvægum sjónarmiðum þeirra sem vilja efla verslun í miðborginni til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Í gær

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík