fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Rannsaka hvort myntin sem Wei Li reyndi að skipta hér á landi sé fölsuð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athygli fyrr í mánuðinum þegar kínverski ferðamaðurinn Wei Li sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við banka hér á landi. Hann hafði tekið 170 kíló af íslenskri 100 krónu mynt, í mjög misjöfnu ástandi, með sér hingað til lands frá Kína. En bankar neituðu að taka við myntinni sem í heildina var að verðmæti um 1,6 milljóna króna. Nú ætlar Arion banki að láta rannsaka hluta myntarinnar til að ganga úr skugga um hvort hún er fölsuð.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fyrr í mánuðinum var fjallað nokkuð um mál Li og misheppnaðra tilrauna hans til að skipta myntinni á þeirri viku sem hann dvaldi hér á landi. Hann sagði þetta vera þriðju heimsókn sína hingað til lands og hefði hann náð að skipta um fjórum milljónum króna af mynt í fyrri heimsóknum.

Í heimsókninni nú í febrúar tókst honum að fá kvittanir hjá Arion banka fyrir móttöku myntar að andvirði 400 þúsnd króna. Bankinn neitaði hins vegar að greiða honum þessa upphæð og Li neitaði að taka aftur við myntinni frá bankanum.

Li yfirgaf landið um miðjan mánuðinn en áður hafði hann gefið Samhjálp um 400 þúsund krónur í mynt en sú mynt var í misjöfnu ástandi. Hann hafði einnig keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir hluta þeirrar myntar sem var í hvað bestu ástandi. Listamaður fékk hluta af peningunum til að nota við listsköpun sína.

Fréttablaðið hefur eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, upplýsingafulltrúa Arion banka, að bankinn hyggist láta rannsaka myntina. Hún verður send til Seðlabankans sem sendir hana til Royal Mint í Bretlandi sem slær íslenska mynt. Þar verður myntin rannsökuð gaumgæfilega.

Fréttablaðið segir að sambærileg mál hafi komið upp í Bandaríkjunum og hafi bandaríski seðlabankinn hætt að taka við skemmdri mynt frá 2015 fram til ársbyrjunar 2018 á meðan rannsókn stóð yfir á innflutningi dollara frá Kína og hvort um falsaða mynt væri að ræða.

Fréttablaðið segir að í umfjöllun NJ.com um málið hafi komið fram að saksókarar í New Jersey hafi talið sig hafa komið upp um umfangsmikið smygl á fölsuðum dollurum frá Kína. Niðurstöður rannsókna voru sagðar sýna að hluti myntarinnar innihéldi aðra málma en eru notaðir við slátt á bandarískri mynt. Umfangið var sagt hlaupa á sem nemur hundruðum milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga