fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Hún hélt að hann væri besti vinur sinn – „Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem verður fertugur á þessu ári hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna, fyrir fjársvik sem áttu sér stað á Fljótsdalshéraði. Hann var dæmdur fyrir að hafa ríflega sex milljónir króna af fatlaðri konu sem hann hafði vingast við.

Samkvæmt dómi þá er konan með skertan félagslega skilning vegna einhverfurófs og með slævða dómgreind vegna töku geðlyfja. Maðurinn taldi konunni trú um að hann væri að fá lán hjá henni sem hann myndi svo borga aftur. Í dómi kemur fram að „lánin“ fór oft í fjárhættuspil á netinu.

Maðurinn hafði iðulega samband við konuna á Facebook þegar hann vantaði fé og er vitnað í þau samtöl í dóminum. Í fyrstu færslunni segir hann: „Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða  ég get ekki fengið lánað hjá bönkum eða neitt og er að drukkna í skuldum eigum við að gera samning okkar á milli sko ég fæ orlof í maí sem eru 300 þús og svo ég geti borgað leigu og reikninga þennan mánuð því allt fór í skuldir geturu lánað mér þangað til í maí. Ég mun borga þetta til baka ég er bara búinn að vera svo mikið frá vinnu vegna veikinda þannig að ég fékk eiginleg ekki neitt útborgað.“

Konan lét hann fá samtals 6.140.000 krónur í um tuttugu millifærslum vorið 2017. Fyrir dómi sagðist konan hafa kynnst manninum í gegnum dóttur sína en þau voru nágrannar:

„Þau hafi orðið góðir vinir, farið saman í göngu- og bíltúra og eins hafi þau bakað og eldað saman. Á þessum tíma hafi ákærði verið starfsmaður sambýlis. Þá hafi þau farið í ferðalag á vegum vinnu ákærða og hefði þá kærasti hans komið með. Á þessum tíma hefði ákærði verið aðalvinur sinn, hún hefði verið nýskilin og einmana. Samband þeirra hefði verið trúnaðarvinasamband. Ákærði hafi verið þunglyndur og vorkennt sjálfum sér. Hann hafi sagt henni frá erfiðri æsku sinni.“

Í dómnum kemur jafnframt fram að umræddar milljónir hafi verið sparifé hennar. „Þegar kynni þeirra ákærða hófust kvaðst brotaþoli hafa átt rúmar sex milljónir króna í banka. Hún kvaðst hafa ætlað að  geyma þessa peninga, enda hefðu laun hennar dugað til daglegrar neyslu. Hún kvaðst hafa sagt ákærða að við skilnaðinn hefði hún fengið peninga sem hún hefði lagt inn á bókina. Þetta hefði hún sagt honum í febrúar 2016 og í ágúst sama ár hefði hún fyrst látið hann hafa peninga,“ segir í dómi.

Maðurinn var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, þar af eru 12 mánuðir skilorðsbundnir sem fyrr segir. Auk þess þarf hann að greiða konunni fjárhæðirnar til baka auk vaxta. Ofan á það þarf hann að greiða 2.309.067 krónur í sakarkostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Í gær

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Í gær

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Í gær

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Í gær

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó