fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Eiginkona Ólafs Hand í viðtali við Stöð 2: „Ég myndi aldrei búa með ofbeldismanni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 25. febrúar 2020 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Anna Jónsdóttir, eiginkona Ólafs Hand, fyrrverandi upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra Eimskips, sagði við viðtali við Stöð 2 í kvöld að hún myndi aldrei búa með ofbeldismanni. „Ég myndi aldrei búa með ofbeldismanni. Dætur mínar myndu aldrei samþykkja að ég byggi með ofbeldismanni.“

Tilefni þessara orða var að Kolbrúnu var bent á að Ólafur hefði verið sakfelldur fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni í kjölfar þess að til átaka kom á heimili Ólafs og Kolbrúnar er konan kom þangað að sækja dóttur þeirra. Margir teldu hana vera meðvirka með ofbeldismanni þegar hún stigi fram og verði Ólaf.

Kolbrún sagði að Ólafur væri ekki ofbeldismaður og engin saga væri um ofbeldi í sambandi hans og barnsmóðurinnar. Hún hafi líka sjálf verið á staðnum og upplifað það sem fram fór. Ólafur hafi þar einfaldlega lent í ómögulegum aðstæðum þegar ráðist var inn í hús hans. „Ef hann væri ofbeldismaður þá væri hann ekki maðurinn minn,“ sagði Kolbrún.

Kolbrún og Ólafur kærðu sjálf atvikið sem húsbrot og árás af hendi barnsmóður Ólafs og unnusta hennar. Segir Kolbrún enda að barnsmóðirin hafi ýtt henni í gólfið og sparkað í hana, ofan í húsbrotið. Réttlætiskennd hennar hefði ekki boðið henni upp á annað en að kæra.

Kolbrúnu hafi því verið mjög brugðið er hún var sjálf ákærð í málinu. Hún var síðan sýknuð en Ólafur sakfelldur fyrir ofbeldis. Barnsmóðirin og unnusti hennar voru ekki ákærð.

Að vera ákærð hafi verið undarleg og erfið lífsreynsla: „Ég hef alltaf verið heiðarleg manneskja, ég hef aldrei gert neitt af mér, ekki lent í útistöðum við neinn. Að vera ákærður saklaus er ömurlegt en hún var aldrei ákærð. Þau voru aldrei ákærð.“

Kolbrún segir að dómur héraðsdóms í málinu hafi verið rangur og því ekki annað í stöðunni en að áfrýja málinu. Málið verður tekið fyrir í Landsrétti á næstunni.

Þegar Kolbrún var spurð hvort hún og Ólafur hafi gert eitthvað rangt í málinu segir hún að þau hafi ekki getað gert neitt annað en það sem þau gerðu er til átaka kom á heimili þeirra þennan örlagadag sumarið 2016. Hins vegar hafi aðdragandinn að því verið langvarandi deilur um umgengni við barnið. Þar hafi þau gert mistök:

„Það sem við verðum rangt var að sækja rétt okkar of stíft. Ég hefði átt að sjá það miklu fyrr að þetta myndi aldrei ganga og gefast upp. Við  hefðum bara átt að leyfa henni að stjórna þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið